6. Diffur- og heildareikningur vigursviða

A reader lives a thousand lives before he dies. The man who never reads lives only one.

- George R.R. Martin, A Dance with Dragons

6.1. grad, div og curl

6.1.1. Skilgreining

Skilgreinum nabla-virkjann sem diffurvirkja

=ix+jy+kz.

6.1.2. Skilgreining

Látum F(x,y,z)=F1(x,y,z)i+F2(x,y,z)j+F3(x,y,z)k vera vigursvið og φ(x,y,z) vera fall.

Skilgreinum stigulen: gradient.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
φ sem vigursviðið

gradφ=φ=φxi+φyj+φzk.

Skilgreinum sundurleitnien: divergence.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
vigursviðsins F sem

divF=F=F1x+F2y+F3z.

Skilgreinum róten: radical.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
vigursviðsins F sem

curlF=×F=|ijkxyzF1F2F3|=(F3yF2z)i+(F1zF3x)j+(F2xF1y)k.

Aðvörun

Ef φ(x,y,z) er fall þá er φ(x,y,z) stigullinn af φ(x,y,z) en φ(x,y,z) er diffurvirkien: differential operator.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

Aðvörun

Sundurleitnin divF er fall R3R en rótið curlF er vigursvið R3R3.

6.1.3. Skilgreining

Látum F(x,y)=F1(x,y)i+F2(x,y)j vera vigursvið. Skilgreinum sundurleitnien: divergence.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
F sem

divF=F=F1x+F2y.

og róten: radical.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
F skilgreinum við sem

curlF=(F2xF1y)k.

6.1.4. Reiknireglur

Gerum ráð fyrir að F og G séu vigursvið og φ og ψ föll. Gerum ráð fyrir að þær hlutafleiður sem við þurfum að nota séu skilgreindar og samfelldar.

  1. (φψ)=φψ+ψφ.

(b) (φF)=(φ)F+φ(F).

(c) ×(φF)=(φ)×F+φ(×F).

(d) (F×G)=(×F)GF(×G).

(e) ×(F×G)=(G)F+(G)F(F)G(F)G.

(f) (FG)=F×(×G)+G×(×F)+(F)G+(G)F.

(g) (×F)=0divcurl=0

(h) ×(φ)=0curlgrad=0

(i) ×(×F)=(F)2F.

6.1.5. Skilgreining

Látum F vera vigursvið skilgreint á svæði D.

(a) Vigursviðið F er sagt vera sundurleitnilausten: solenoidal.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
eða uppsprettulaust ef divF=0 i öllum punktum D.

(b) Vigursviðið F er sagt vera rótlausten: irrotational.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef curlF=0 á öllu D.

Athugasemd

Vigursvið F(x,y,z)=F1(x,y,z)i+F2(x,y,z)j+F3(x,y,z)k er rótlaust ef og aðeins ef

F1y=F2x,F1z=F3x,F2z=F3y.

6.1.7. Skilgreining

Svæði D í rúmi eða plani kallast stjörnusvæðien: star domain.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef til er punktur P í D þannig að fyrir sérhvern annan punkt Q í D þá liggur allt línustrikið á milli P og Q í D.

6.1.8. Setning

Látum F vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á stjörnusvæðien: star domain.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
D. Ef F er rótlaust þá er F stigulsvið. Með öðrum orðum, ef vigursviðið F er samfellt diffranlegt og skilgreint á stjörnusvæðien: star domain.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
D og uppfyllir jöfnurnar

F1y=F2x,F1z=F3x,F2z=F3y,

þá er F stigulsvið.

6.1.9. Setning

Lát F vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á stjörnusvæðien: star domain.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
D. Ef F er sundurleitnilaust þá er til vigursvið G þannig að F=curlG. Vigursviðið G kallast vigurmætti fyrir F.

6.2. Sundurleitnisetningin I

6.2.1. Setning (Sundurleitnisetning I)

Látum F vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á opnu mengi D í R3. Látum P vera punkt á skilgreiningarsvæði F og Sε kúluskel með miðju í P og geisla ε. Látum svo N vera einingarþvervigrasvið á Sε þannig að N vísar út á við. Þá er

divF(P)=limε0+1VεSεFNdS.

þar sem Vε=4πε3/3 er rúmmálið innan í Sε.

6.2.2. Setning (Setning Stokes I)

Látum F vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á opnu mengi D í R3. Látum P vera punkt á skilgreiningarsvæði F og Cε vera hring með miðju í P og geisla ε. Látum N vera einingarþvervigur á planið sem hringurinn liggur í. Áttum hringinn jákvætt. Þá er

NcurlF(P)=limε0+1AεCεFdr.

þar sem Aε=πε2 er flatarmálið sem afmarkast af Cε.

6.2.3. Túlkun

Hugsum F sem lýsingu á vökvastreymi í R3.

divF(P) lýsir því hvort vökvinn er að þenjast út eða dragast saman í punktinum P. Sundurleitnisetningin (næsti fyrirlestur) segir að samanlögð útþensla á rúmskika R er jöfn streymi út um jaðar svæðisins S, eða

RdivFdV=SFNdS.

curlF(P) lýsir hringstreymi í kringum punktinn P. Setning Stokes (þar næsti fyrirlestur) segir að samanlagt hringstreymi á fleti S er jafnt hringstreymi á jaðri flatarins, sem við táknum með C, eða

ScurlFNdS=CFdr.

6.2.4. Skilgreining

Látum R vera svæði í R2 og C jaðaren: boundary.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
R. Gerum ráð fyrir að C samanstandi af endanlega mörgum ferlum C1,,Cn. Jákvæð áttunen: orientation.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
á ferlunum felst í því að velja fyrir hvert i stikun ri á Ci þannig að ef labbað eftir Ci í stefnu stikunar þá er R á vinstri hönd.

6.2.5. Setning Green

Látum R vera svæði í planinu þannig að jaðar R, táknaður með C, samanstendur af endanlega mörgum samfellt diffranlegum ferlum. Áttum C jákvætt. Látum F(x,y)=F1(x,y)i+F2(x,y)j vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á R. Þá er

CF1(x,y)dx+F2(x,y)dy=RF2xF1ydA.

6.2.6. Fylgisetning

Látum R vera svæði í planinu þannig að jaðar R táknaður með C, samanstendur af endanlega mörgum samfellt diffranlegum ferlum. Áttum C jákvætt. Þá er

Flatarmál R=Cxdy=Cydx=12Cxdyydx.

6.2.7. Sundurleitnisetningin í tveimur víddum

Látum R vera svæði í planinu þannig að jaðar R, táknaður með C, samanstendur af endanlega mörgum samfellt diffranlegum ferlum. Látum N tákna einingarþvervigrasvið á C þannig að N vísar út úr R. Látum F(x,y)=F1(x,y)i+F2(x,y)j vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á R. Þá er

RdivFdA=CFNds.

6.3. Sundurleitnisetningin II

6.3.1. Skilgreining

Flötur er sagður reglulegur ef hann hefur snertiplanen: tangent plane.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í hverjum punkti.

Flötur S sem er búinn til með því að taka endanlega marga reglulega fleti S1,,Sn og líma þá saman á jöðrunum kallast reglulegur á köflum.

Þegar talað um einingarþvervigrasvið á slíkan flöt þá er átt við vigursvið sem er skilgreint á fletinum nema í þeim punktum þar sem fletir Si og Sj hafa verið límdir saman. Í slíkum punktum þarf flöturinn ekki að hafa snertiplan og því ekki heldur þvervigur.

Flötur er sagður lokaður ef hann er yfirborð svæðis í R3 (t.d. er kúluhvel lokaður flötur).

6.3.2. Setning (Sundurleitnisetningin, Setning Gauss)

Látum S vera lokaðan flöt sem er reglulegur á köflum. Táknum með D rúmskikann sem S umlykur. Látum N vera einingarþvervigrasvið á S sem vísar út úr D. Ef F er samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á D þá er

DdivFdV=SFNdS.

6.3.3. Skilgreining

Látum D vera rúmskika í R3. Segjum að rúmskikinn Dz-einfaldur ef til er svæði Dz í planinu og samfelld föll f og g skilgreind á Dz þannig að

D={(x,y,z)(x,y)Dz og f(x,y)zg(x,y)}.

Það að rúmskiki sé x- eða y-einfaldur er skilgreint á sama hátt.

6.3.4. Setning

Látum S vera lokaðan flöt sem er reglulegur á köflum. Táknum með D rúmskikann sem S umlykur. Látum N vera einingarþvervigrasvið á S sem vísar út úr D. Ef F er samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á D og φ diffranlegt fall skilgreint á D þá er

DcurlFdV=SF×NdS,

og

DgradφdV=SφNdS.

Athugið að útkomurnar úr heildunum eru vigrar.

6.4. Setning Stokes

6.4.1. Skilgreining

Látum S vera áttanlegan flöt sem er reglulegur á köflum með jaðar C og einingarþvervigrasvið N. Áttun C út frá N finnst með að hugsa sér að gengið sé eftir C þannig að skrokkurinn vísi í stefnu N og göngustefnan sé valin þannig að flöturinn sé á vinstri hönd.

6.4.2. Setning (Setning Stokes)

Látum S vera áttanlegan flöt sem er reglulegur á köflum og látum N tákna einingarþvervigrasvið á S. Táknum með C jaðar S og áttum C með tilliti til N. Ef F er samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á opnu mengien: open set.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
sem inniheldur S þá er

ScurlFNdS=CFTds.

6.4.3. Setning

Látum F vera samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á opnu mengi D í R3. Látum P vera punkt á skilgreiningarsvæði F og Cε vera hring með miðju í P og geisla ε. Látum N vera einingarþvervigur á planið sem hringurinn liggur í. Áttum hringinn jákvætt. Þá er

NcurlF(P)=limε0+1πε2CεFdr.

6.4.4. Setning

Látum S vera lokaðan flöt sem er reglulegur á köflum. Táknum með D rúmskikann sem S umlykur. Látum N vera einingarþvervigrasvið á S sem vísar út úr D. Ef F er samfellt diffranlegt vigursvið skilgreint á opnu mengi sem inniheldur D, þá er

ScurlFNdS=0.

6.5. Hagnýtingar í eðlisfræði

6.5.1. Vökvaflæði

Skoðum vökvaflæði í rúmi. Hugsum okkur að vökvaflæðið sé líka háð tíma. Látum v(x,y,z,t) tákna hraðavigur agnar sem er í punktinum (x,y,z) á tíma t. Látum δ(x,y,z,t) tákna efnisþéttleika (massi per rúmmálseiningu) í punktum (x,y,z) á tíma t. Þá gildir að

δt+div(δv)=0.

(Þessi jafna kallast samfelldnijafnan um vökvaflæðið.)

6.5.2. Vökvaflæði

Til viðbótar við v og δ þá skilgreinum við p(x,y,z,t) sem þrýsting og F sem utanaðkomandi kraft, gefinn sem kraftur per massaeiningu. Þá gildir að

δvt+δ(v)v=p+δF.

(Þessi jafna er kölluð hreyfijafna flæðisins.)

6.5.3. Rafsvið - Lögmál Coulombs

Látum punkthleðslu q vera í punktinum s=ξi+ηj+ζk. Í punktum r=xi+yj+zk er rafsviðið vegna þessarar hleðslu

E(r)=q4πε0rs|rs|3

þar sem ε0 er rafsvörunarstuðull tómarúms.

6.5.4. Rafsvið - Lögmál Gauss (fyrsta jafna Maxwells)

Látum ρ(ξ,η,ζ) vera hleðsludreifingu og E rafsviðið vegna hennar. Þá gildir að

divE=ρε0.

6.5.5. Rafsvið

Látum ρ(ξ,η,ζ) vera hleðsludreifingu á takmörkuðu svæði R og E rafsviðið vegna hennar. Ef við setjum

φ(r)=14πε0Rρ(s)|rs|dV

þá er E=φ og þar með er

curlE=0.

6.5.6. Segulsvið - Lögmál Biot-Savart

Látum straum I fara eftir ferli F. Táknum segulsviðið með H og látum s=ξi+ηj+ζk vera punkt á ferlinum F. Þá gefur örbútur ds úr F af sér segulsvið

dH(r)=μ0I4πds×(rs)|rs|3

þar sem μ0 er segulsvörunarstuðull tómarúms. Af þessu sést að

H=μ0I4πFds×(rs)|rs|3

og sýna má að ef rF þá er

curlH=0.

6.5.7. Segulsvið - Lögmál Ampére

Hugsum okkur að straumur I fari upp eftir z-ás. Táknum með H segulsviðið og H=|H|. Í punkti r=xi+yj+zk í fjarlægð a frá z-ás er H=μ0I2πa og ef C er lokaður einfaldur ferill sem fer rangsælis einu sinni umhverfis z-ásinn þá er

CHdr=μ0I.

Hugsum okkur að J(r) sé straumþéttleiki í punkti r (straumur á flatareiningu). Þá er

curlH=μ0J.

Einnig gildir að ef við setjum

A(r)=μ04πRJ(s)|rs|dV,

þá er H=curlA og því er

divH=0.

6.5.8. Samantekt

divE=ρε0 divH=0curlE=0curlH=μ0J

Jöfnur Maxwells

divE=ρε0 divH=0curlE=HtcurlH=μ0J+μ0ε0Et

My old grandmother always used to say, Summer friends will melt away like summer snows, but winter friends are friends forever.

- George R.R. Martin, A Feast for Crows