4. Margföld heildi¶
A bruise is a lesson… and each lesson makes us better.
- George R.R. Martin, A Game of Thrones
4.1. Skiptingar¶
4.1.1. Skilgreining¶
Látum \(R=[a,b]\times[c,d]\) vera rétthyrning í planinu. Skipting \(P\) á rétthyrningnum \(R\) felst í því að taka skiptingar
á bilunum \([a,b]\) og \([c,d]\) og nota þær skiptingar til að skipta \(R\) upp í rétthyrninga \([x_i,x_{i+1}]\times [y_j,y_{j+1}]\). Ritum \(\Delta x_i=x_{i+1}-x_i\) og \(\Delta y_j=y_{j+1}-y_j\). Norm skiptingarinnar \(P\), táknað með \(\|P\|\), er skilgreint sem lengd lengstu hornalínu í rétthyrningunum \([x_i,x_{i+1}]\times [y_j,y_{j+1}]\).
Skipting \(P\) á rétthyrningi \(R= [a,b]\times [c,d]\).
4.2. Riemann-summa¶
4.2.1. Skilgreining¶
Látum \(f\) vera fall skilgreint á rétthyrningi \(R=[a,b]\times[c,d]\) og látum \(P\) vera skiptingu á \(R\). Veljum úr hverjum rétthyrningi \([x_i,x_{i+1}]\times [y_j,y_{j+1}]\) punkt \((x_i^*, y_j^*)\). Skilgreinum Riemann-summuna
4.3. Tvöfalt heildi yfir rétthyrning¶
4.3.1. Skilgreining¶
Sagt er að fall \(f\) skilgreint á rétthyrningi
\(R=[a,b]\times [c,d]\) sé heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ritum þá
4.4. Tvöfalt heildi yfir takmarkað svæði¶
4.4.1. Skilgreining¶
Látum \(D\) vera takmarkað svæði í planinu. Fall \(f\) er sagt
heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
er heildanlegt yfir \(R\).
4.4.2. Setning¶
Látum \(f\) vera samfellt fall skilgreint á lokuðu og takmörkuðu
svæði \(D\) í planinu \({\mathbb R}^2\). Gerum ráð fyrir að
jaðar \(D\) samanstandi af endanlega mörgum ferlum sem hafa
endanlega lengd. Þá er fallið \(f\) heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
4.4.3. Setning¶
Látum \(D\) vera svæði í planinu og \(f\) takmarkaðen: bounded.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
- \(\int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA=0\) ef flatarmál \(D\) er 0.
- \(\int\!\!\!\int_D 1\,dA=\) flatarmál \(D\).
- Ef \(f(x,y)\geq 0\) fyrir alla punkta \((x,y)\) í \(D\) þá er \(\int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA\) jafnt rúmmáli rúmskikans sem liggur milli \(D\) og grafsins \(z=f(x,y)\).
- Ef \(f(x,y)\leq 0\) fyrir alla punkta \((x,y)\) í \(D\) þá er \(\int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA\) jafnt mínus rúmmáli rúmskikans sem liggur milli \(D\) og grafsins \(z=f(x,y)\).
4.4.4. Setning¶
Ef \(D\) er svæði í planinu og \(f\) og \(g\) heildanleg föll yfir \(D\) þá gildir:
Ef \(L\) og \(M\) eru fastar þá er
\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\int\!\!\!\int_D Lf(x,y)+Mg(x,y)\,dA=L\!\int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA+M\!\int\!\!\!\int_D g(x,y)\,dA.\end{aligned}\end{align} \]Ef \(f(x,y)\leq g(x,y)\) þá er
\[\displaystyle \int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA\leq \int\!\!\!\int_Dg(x,y)\,dA.\]Þríhyrningsójafna:
\[\bigg|\int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA\bigg|\leq \int\!\!\!\int_D |f(x,y)|\,dA.\]
Ritum \(D\) sem sammengi af svæðum \(D_1,\ldots, D_k\) sem skarast ekki nema mögulega í jaðarpunktum þá er
\[\displaystyle \int\!\!\!\int_D f(x,y)\,dA=\sum_{i=1}^k\int\!\!\!\int_{D_i}f(x,y)\,dA.\]
4.4.5. Setning Fubinis¶
Látum \(f\) vera jákvætt fall sem er heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Þá gildir að
Sömuleiðis gildir þegar við setjum
Athugasemd
Setning Fubinis er stundum kölluð brauðsneiðareglan. Ef við ímyndum okkur að rúmskikinn sem liggur milli graf jákvæðs falls og \(xy\)-sléttunnar sé brauðhleifur, þá má reikna rúmmál hans með því að skera hann í næfurþunnar brauðsneiðar sem liggja samsíða annað hvort \(x\)-ás eða \(y\)-ás, reikna svo rúmmál hverrar brauðsneiðar fyrir sig og leggja saman.
4.5. \(x\)-einföld og \(y\)-einföld svæði¶
4.5.1. Skilgreining¶
Svæði \(D\) í planinu er sagt vera \(y\)-einfalt ef hægt er að finna tölur \(a\) og \(b\) og föll \(c(x)\) og \(d(x)\) þannig að
Svæði \(D\) í planinu er sagt vera \(x\)-einfalt ef hægt er að finna tölur \(c\) og \(d\) og föll \(a(y)\) og \(b(y)\) þannig að
4.5.2. Regla¶
Lokað og takmarkað svæði \(D\) í planinu er \(y\)-einfalt ef og aðeins ef sérhver lína af gerðinni \(x=x_0\) sker \(D\) í línustriki.
Lokað og takmarkað svæði \(D\) er \(x\)-einfalt ef og aðeins ef sérhver lína af gerðinni \(y=y_0\) sker svæðið í línustriki.
4.6. Heildi yfir \(x\)-einföld og \(y\)-einföld svæði¶
4.6.1. Setning¶
Látum \(D=\{(x,y)\mid a\leq x\leq b, c(x)\leq y\leq d(x)\}\) vera \(y\)-einfalt svæði og \(f(x,y)\) jákvætt fall sem er heildanlegt yfir \(D\). Þá er
Látum \(D=\{(x,y)\mid c\leq y\leq d, a(y)\leq x\leq b(y)\}\) vera \(x\)-einfalt svæði og \(f(x,y)\) jákvætt fall sem er heildanlegt yfir \(D\). Þá er
Hér er svæðinu \(D\) skipt í endanlega mörg \(x\)-einföld og \(y\)-einföld svæði sem skarast eingöngu í punktum á jaðrinum.
4.7. Óeiginleg heildi¶
4.7.1. Umræða¶
Látum \(f(x,y)\geq 0\) vera jákvætt fall sem er skilgreint á svæði \(D\) í sléttunni. Ef
- \(D\) er ótakmarkað svæði eða
- \(f(x,y)\) er ótakmarkað á \(D\)
má í sumum tilfellum skilgreina tvöfalda heildið af \(f\) yfir \(D\).
Það er gert með því að finna fyrst runu af stækkandi lokuðum og takmörkuðum mengjum \(D_1 \subseteq D_2 \subseteq \cdots \subseteq D\) sem ’stefnir á’ \(D\). Ef
er vel skilgreint fyrir öll \(n\) og hefur markgildi þegar
\(n\to \infty\) (fyrir allar ólíkar runur \((D_n)_{n\geq 1}\))
þá skilgreinum við óeiginlega heildiðen: improper integral.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
4.7.2. Skilgreining¶
Látum \(f\) vera fall sem er heildanlegt yfir svæði \(D\) í \({\mathbb R}^2\). Meðalgildi fallsins \(f\) á \(D\) er skilgreint sem talan
4.7.3. Skilgreining¶
Segjum að mengi \(D\subseteq {\mathbb R}^2\) sé ferilsamanhangandi (e. path-connected) ef fyrir sérhverja tvo punkta \(P, Q\in D\) gildir að til er stikaferill \(\mbox{${\bf r}$}:[0,1]\rightarrow D\) þannig að \(\mbox{${\bf r}$}(0)=P\) og \(\mbox{${\bf r}$}(1)=Q\).
Aðvörun
Í bók er orðið connected notað fyrir hugtakið ferilsamanhangandi. Venjulega er orðið connected notað yfir annað hugtak, skylt en samt ólíkt.
4.7.4. Setning (Meðalgildissetningen: mean value theorem.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu. fyrir tvöföld heildi)¶
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Gerum ráð fyrir að \(f\) sé samfellt fall sem er skilgreint á lokuðu, takmörkuðu og ferilsamanhangandi svæði \(D\) í \({\mathbb R}^2\). Þá er til punktur \((x_0,y_0)\) í \(D\) þannig að
4.8. Breytuskipti¶
4.8.1. Upprifjun¶
Látum \(P=(x,y)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) vera punkt í plani. Pólhniten: polar coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
4.8.2. Skilgreining¶
Pólhnitarétthyrningur í \(xy\)-planinu er svæði sem afmarkast af tveimur hringbogum \(x^2+y^2=a^2\) og \(x^2+y^2=b^2\) og tveimur hálflínum sem byrja í \((0,0)\) og mynda hornin \(\alpha\) og \(\beta\) við \(x\)-ásinn (Hornin eru mæld þannig að rangsælis stefna telst jákvæð.)
Gerum ráð fyrir að \(0\leq a\leq b\) og að \(0\leq\beta-\alpha\leq 2\pi\). Þá má lýsa pólhnitarétthyrningnum með því að nota pólhnit þannig að
4.8.3. Setning¶
Ef \(f\) er fall sem er heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
4.8.4. Upprifjun¶
Látum \(f\) vera fall skilgreint á bili \([\alpha,\beta]\).
Jafnan \(r=f(\theta)\) lýsir mengi allra punkta í planinu sem hafa
pólhniten: polar coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
4.8.5. Setning¶
Látum \(D\) vera svæði í \(xy\)-plani sem afmarkast af pólhnitalínum \(\theta=\alpha\) og \(\theta=\beta\) og tveimur pólhnitagröfum \(r=a(\theta)\) og \(r=b(\theta)\). Gerum ráð fyrir að \(0\leq a(\theta)\leq r\leq b(\theta)\) og \(0\leq \beta-\alpha\leq 2\pi\). Ef \(f\) er heildanlegt fall yfir \(D\) þá er
4.8.6. Regla¶
Hugsum okkur að \(f(x,y)\) sé fall og hægt sé að rita \(f(x,y)=g(x)h(y)\). Látum \(R=[a,b]\times [c,d]\). Þá er
4.8.7. Setning (Almenn breytuskiptaregla fyrir tvöföld heildi)¶
Látum \(x=x(u,v)\), \(y=y(u,v)\) vera gagntæka vörpun milli svæðis \(S\) í \(uv\)-plani og svæðis \(D\) í \(xy\)-plani. Gerum ráð fyrir að föllin \(x(u,v)\), \(y(u,v)\) hafi samfelldar fyrsta stigs hlutafleiður á \(S\). Ef \(f\) er heildanlegt fall yfir \(D\), þá er fallið \(g(u,v)=f(x(u,v), y(u,v))\) heildanlegt yfir \(S\) og
4.9. Þreföld heildi¶
4.9.1. Umræða¶
Heildien: integral.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Á sama hátt og fyrir tvöföld heildi má svo skilgreina heildi fyrir
almennari rúmskika
Heildien: integral.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
(\(dV\) stendur fyrir að heildað er með tilliti til rúmmáls.)
4.9.2. Setning¶
Látum \(f(x,y,z)\) vera fall sem er heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Breyta má röð heilda að vild, t.d. er
4.9.3. Setning¶
Látum \(f(x,y,z)\) vera fall sem er heildanlegt yfir rúmskika \(R\) og gerum ráð fyrir að \(R\) hafi lýsingu á forminu
Þá er
Breyturnar \(x, y, z\) geta svo skipt um hlutverk.
4.9.4. Setning (Almenn breytuskiptaformúla fyrir þreföld heildi.)¶
Látum
vera gagntæka vörpun milli rúmskika \(R\) í \(xyz\)-rúmi og rúmskika \(S\) í \(uvw\)-rúmi. Gerum ráð fyrir að föllin \(x(u,v,w), y(u,v,w), z(u,v,w)\) hafi öll samfelldar fyrsta stigs hlutafleiður. Ef \(f(x,y,z)\) er fall sem er heildanlegt yfir \(R\) þá er
4.9.5. Skilgreining¶
Látum \((x,y,z)\) vera punkt í \({\mathbb R}^3\).
Sívalningshniten: cylindrical coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Athugasemd
Athugið að \([r,\theta]\) eru pólhnit punktsins \((x,y)\).
4.9.6. Setning (Breytuskipti yfir í sívalningshnit.)¶
Látum \(R\) vera rúmskika í \({\mathbb R}^3\) og látum \(f(x,y,z)\) vera heildanlegt fall yfir \(R\). Gerum ráð fyrir að \(R\) megi lýsa með eftirfarandi skorðum á sívalningshnit punktanna sem eru í \(R\)
þar sem \(0\leq \beta-\alpha\leq 2\pi\). Þá er
4.10. Kúluhnit¶
4.10.1. Skilgreining¶
Látum \((x,y,z)\) vera punkt í \({\mathbb R}^3\). Kúluhniten: spherical coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Punktur sem hefur kúluhnit \(\rho, \varphi, \theta\) er táknaður með \([\rho, \varphi, \theta]\).
4.10.2. Umræða¶
Eftirfarandi jöfnur gefa aðferð til að finna kúluhniten: spherical coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(\rho\) er fjarlægðin frá \((0,0,0)\) til \((x,y,z)\), það er að segja
\[\displaystyle \rho=\sqrt{x^2+y^2+z^2}.\]\(\varphi\) er hornið á milli jákvæða hluta \(z\)-ássins og línustriksins frá \((0,0,0)\) til \((x,y,z)\). Hornið \(\varphi\) má ákvarða út frá jöfnunni
\[\displaystyle \tan\varphi=\frac{\sqrt{x^2+y^2}}{z}.\]\(\theta\) er hornið sem jákvæði hluti \(x\)-ásins myndar við línustrikið frá \((0,0,0)\) til \((x,y,0)\) (sama horn og notað í sívalningshnitum (og pólhnitum)). Hornið \(\theta\) má finna út frá jöfnunni
\[\displaystyle \tan\theta=\frac{y}{x}.\]
Um kúluhnit \([\rho, \varphi, \theta]\) fyrir punkt \((x,y,z)\) gildir að velja má \(\rho, \varphi, \theta\) þannig að \(0\leq \rho\), \(0\leq\varphi\leq \pi\) og \(0\leq\theta\leq 2\pi\).
4.11. Breytuskipti í kúluhnit¶
4.11.1. Setning¶
Látum \(R\) vera rúmskika þannig að þegar notuð eru kúluhniten: spherical coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ef \(f\) er fall sem er heildanlegten: integrable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
4.12. Massamiðja¶
4.12.1. Regla¶
Látum \(D\) tákna svæði í plani. Hugsum \(D\) sem plötu þ.a. í punkti \((x,y)\) er efnisþéttleikinn gefinn með falli \(\delta(x,y)\). Massi plötunnar er
Vægi plötunnar um línuna \(x=0\) (þ.e. \(y\)-ás) og um línuna \(y=0\) (þ.e. \(x\)-ás) eru gefin með
Hnit massamiðju plötunnar eru \((\overline{x}, \overline{y})\) þar sem
4.12.2. Regla¶
Látum \(R\) tákna rúmskikaen: body.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Vægi hlutarins um planið \(x=0\) (þ.e. \(yz\)-planið) er
Svipað skilgreinum við
Hnit massamiðju hlutarins eru \((\overline{x}, \overline{y}, \overline{z})\) þar sem
4.13. Hverfitregða¶
4.13.1. Regla¶
Látum \(R\) tákna rúmskika. Hugsum \(R\) sem hlut þannig að í punkti \((x,y,z)\) er efnisþéttleikinn gefinn með falli \(\delta(x,y,z)\). Látum \(L\) tákna línu (snúningsás) í rúminu. Hverfitregða hlutarins um \(L\) er
þar sem \(\delta=\delta(x,y,z)\) og \(D=D(x,y,z)\) er fjarlægð punktsins \((x,y,z)\) frá \(L\).