1. Ferlar¶
Winter is coming.
- George R.R. Martin, A Game of Thrones
1.1. Inngangur¶
- Viðfangsefni námskeiðsins er varpanir sem skilgreindar eru á hlutmengi í \(\mbox{${\bf R}^n$}\) og taka gildi í \(\mbox{${\bf R}^m$}\).
- Fáumst við stærðfræðigreiningu í mörgum breytistærðum.
- Sambærileg verkefni og í stærðfræðigreiningu í einni breytistærð: Samfelldni, diffrun, heildun. Rúmfræðileg túlkun skiptir nú miklu máli.
- Gerir okkur kleift að fást við mörg raunveruleg verkefni þar sem margar breytistærðir koma við sögu.
1.2. Stikaferlar¶
1.2.1. Skilgreining¶
Vörpun \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\)
þannig að \(\mbox{${\bf r}$}(t)=(r_1(t),\ldots,r_n(t))\) kallast
vigurgild vörpun. Slík vörpun er sögð samfelld ef föllin
\(r_1, \ldots, r_n\) eru öll samfelld. Samfelld vörpun
\(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) er oft
kölluð stikaferillen: parametric curve.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.2.2. Ritháttur¶
Þegar fjallað er um stikaferil \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow {\mathbb R}^2\) þá er oft ritað
og þegar fjallað er um stikaferil \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow {\mathbb R}^3\) þá er oft ritað
1.3. Ferlar og stikanir á ferlum¶
1.3.1. Skilgreining¶
Ferill í planien: curve.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Aðvörun
Ferill í plani/rúmi er ekki það sama og stikaferill. Fyrir gefinn feril eru til (óendanlega) margar ólíkar stikanir.
1.3.2. Dæmi - Eðlisfræðileg túlkun¶
Líta má á veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar sem feril.
Líta má á ferðalag eftir veginum frá Reykjavík til Akureyrar þar sem staðsetning er þekkt á hverjum tíma sem stikaferil þar sem tíminn er stikinn.
1.3.3. Dæmi¶
Jafnan
lýsir ferli í planinu sem er hringur með miðju í (0,0) og geisla 1. Dæmi um ólíkar stikanir:
1.4. Diffrun stikaferla¶
1.4.1. Skilgreining¶
Stikaferill \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) er diffranlegur í punkti \(t\) ef markgildið
er til. Stikaferillinn \(\mbox{${\bf r}$}\) er sagður diffranlegur ef hann er diffranlegur í öllum punktum á bilinu \([a,b]\). (Í endapunktum bilsins \([a,b]\) er þess krafist að einhliða afleiður séu skilgreindar.)
1.4.2. Setning¶
Stikaferill \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) er diffranlegur í punkti \(t\) ef og aðeins ef föllin \(r_1,\ldots,r_n\) eru öll diffranleg í \(t\). Þá gildir að
1.4.3. Ritháttur¶
Látum \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\)
vera diffranlegan stikaferil. Venja er að rita
\(\mbox{${\bf v}$}(t)=\mbox{${\bf r}$}'(t)\) og tala um
\(\mbox{${\bf v}$}(t)\) sem hraðaen: velocity.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.4.4. Dæmi¶
Lítum á eftirfarand stikaferla sem stika hring með miðju í (0,0) og geisla 1.
Þá er tilsvarandi hraði
og ferðin \(|\mbox{${\bf v}$}_1(t)| = 1\) og \(|\mbox{${\bf v}$}_2(t)| = 2t\).
1.4.5. Setning¶
Látum \(\mbox{${\bf u}$},\mbox{${\bf v}$}:[a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) vera diffranlega stikaferla og \(\lambda\) diffranlegt fall. Þá eru stikaferlarnir \(\mbox{${\bf u}$}(t)+\mbox{${\bf v}$}(t), \lambda(t)\mbox{${\bf u}$}(t)\) og \(\mbox{${\bf u}$}(\lambda(t))\) diffranlegir, og ef \(n=3\) þá er stikaferillinn \(\mbox{${\bf u}$}(t)\times \mbox{${\bf v}$}(t)\) líka diffranlegur. Fallið \(\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t)\) er líka diffranlegt. Eftirfarandi listi sýnir formúlur fyrir afleiðunum:
(a) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)+\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)+\mbox{${\bf v}$}'(t)\),
(b) \(\frac{d}{dt}(\lambda(t)\mbox{${\bf u}$}(t))=\lambda'(t)\mbox{${\bf u}$}(t)+\lambda(t)\mbox{${\bf u}$}'(t)\),
(c) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t)+\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}'(t)\),
(d) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)\times\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)\times\mbox{${\bf v}$}(t)+\mbox{${\bf u}$}(t)\times\mbox{${\bf v}$}'(t)\),
(e) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(\lambda(t)))=\mbox{${\bf u}$}'(\lambda(t))\lambda'(t)\).
Ef \(\mbox{${\bf u}$}(t)\neq\mbox{${\bf 0}$}\) þá er
(f) \(\frac{d}{dt}|\mbox{${\bf u}$}(t)|=\frac{\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf u}$}'(t)}{|\mbox{${\bf u}$}(t)|}\).
1.4.6. Skilgreining¶
Látum \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}; \mbox{${\bf r}$}(t)=(r_1(t),\ldots,r_n(t))\) vera stikaferil.
Stikaferillinn er sagður samfellt diffranleguren: continuously differentiable.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Stikaferillinn er sagður samfellt diffranlegur á köflum ef til eru
tölur \(b_0,\ldots,b_k\) þannig að \(a=b_0<b_1<\cdots<b_k=b\) og
stikaferillinn er samfellt diffranlegur á hverju bili
\([b_{i-1}, b_i]\). Það að stikaferill sé þjáll á köflumen: piecewise smooth.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.4.7. Setning¶
Látum \(\mbox{${\bf r}$}=f(t)\mbox{${\bf i}$}+g(t)\mbox{${\bf j}$}\)
vera samfellt diffranlegan stikaferil fyrir \(t\) á bili \(I\).
Ef \(f'(t) \neq 0\) á \(I\) þá hefur ferilinn snertilínuen: tangent.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ef \(g'(t) \neq 0\) á \(I\) þá hefur ferilinn þverlínuen: normal.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.5. Lengd stikaferils¶
1.5.1. Regla¶
Látum \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\)
vera samfellt diffranlegan stikaferil. Lengd eða bogalengden: arc length.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.5.2. Skilgreining og umræða¶
Látum \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) vera samfellt diffranlegan stikaferil. Sagt er að stikaferillinn sé stikaður með bogalengd ef fyrir allar tölur \(t_1, t_2\) þannig að \(a\leq t_1<t_2\leq b\) þá gildir
(Skilyrðið segir að lengd stikaferilsins á milli punkta \(\mbox{${\bf r}$}(t_1)\) og \(\mbox{${\bf r}$}(t_2)\) sé jöfn muninum á \(t_2\) og \(t_1\).) Stikun með bogalengd má líka þekkja á þeim eiginleika að \(|\mbox{${\bf v}$}(t)|=1\) fyrir öll gildi á \(t\).
1.6. Pólhnit¶
- Þegar við fáumst við verkefni í mörgum víddum höfum við frelsi til að velja hnitakerfi.
- Heppilegt val á hnitakerfi getur skipt sköpum við lausn verkefnis.
1.6.1. Skilgreining¶
Látum \(P=(x,y)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) vera punkt í plani. Pólhniten: polar coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.6.2. Regla¶
Ef pólhnit punkts í plani eru \([r, \theta]\) þá má reikna
hornrétt hniten: orthogonal coordinates.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ef við þekkjum \(xy\)-hnit punkts þá má finna pólhnitin út frá jöfnunum
(Ef \(x=0\) þá má taka \(\theta=\frac{\pi}{2}\) ef \(y>0\) en \(\theta=-\frac{\pi}{2}\) ef \(y<0\). Þegar jafnan \(\tan\theta=\frac{y}{x}\) er notuð til að ákvarða \(\theta\) þá er tekin lausn á milli \(-\frac{\pi}{2}\) og \(\frac{\pi}{2}\) ef \(x>0\) en á milli \(\frac{\pi}{2}\) og \(\frac{3\pi}{2}\) ef \(x<0\).)
1.7. Pólhnitagraf¶
1.7.1. Skilgreining og umræða¶
Látum \(f\) vera fall skilgreint fyrir \(\theta\) þannig að \(\alpha\leq\theta\leq\beta\). Jafnan \(r=f(\theta)\) lýsir mengi allra punkta í planinu sem hafa pólhnit á forminu \([f(\theta),\theta]\) þar sem \(\alpha\leq\theta\leq\beta\). Þetta mengi kallast pólhnitagraf fallsins \(f\).
Pólhnitagraf er ferill í planinu sem má stika með stikaferlinum
með formúlu
1.8. Snertill við pólhnitagraf¶
1.8.1. Setning¶
Látum \(r=f(\theta)\) vera pólhnitagraf fallsins \(f\) og gerum
ráð fyrir að fallið \(f\) sé samfellt diffranlegt. Látum
\(\mbox{${\bf r}$}(\theta)\) tákna stikunina á pólhnitagrafinu sem
innleidd er í 1.7.1. Ef vigurinn
\(\mbox{${\bf r}$}'(\theta)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) þá gefur þessi
vigur stefnu snertilsen: tangent line.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.9. Flatarmál¶
1.9.1. Setning¶
Flatarmálen: area.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.10. Bogalengd¶
1.10.1. Setning¶
Gerum ráð fyrir að fallið \(f(\theta)\) sé diffranlegt. Bogalengden: arc length.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.11. Einingarsnertivigur¶
1.11.1. Skilgreining¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi. Látum \(\mbox{${\bf r}$}\) vera stikun á \(\cal C\) og gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}\) sé þjáll stikaferill (þ.e.a.s. \(\mbox{${\bf r}$}\) er samfellt diffranlegur stikaferill og \(\mbox{${\bf r}$}'(t)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) fyrir öll \(t\)). Einingarsnertivigurinn \(\mbox{${\bf T}$}\) við ferilinn \(\cal C\) í punktinum \(\mbox{${\bf r}$}(t)\) er skilgreindur með formúlunni
1.12. Krappi¶
1.12.1. Skilgreining¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og
\(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. (Þegar
fjallað er um stikanir með bogalengd er venja að tákna stikann með
\(s\).) Lengd hraðavigurs er alltaf 1 og því er
\(\mbox{${\bf T}$}(s)=\mbox{${\bf v}$}(s)\). Krappien: curvature.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Krappageislien: radius of curvature.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.13. Meginþverill¶
1.13.1. Skilgreining¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og
\(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd.
Meginþverillen: first normal.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.13.2. Umræða¶
Táknum með \(\theta\) hornið sem \(\mbox{${\bf T}$}\) myndar við grunnvigurinn \(\mbox{${\bf i}$}\). Þá er \(\kappa = \frac{d\theta}{ds}\).
1.14. Hjúfurplan¶
1.14.1. Skilgreining¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd.
Hjúfurplaniðen: osculating plane.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Hjúfurhringuren: circle of curvature.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.15. Tvíþverill¶
1.15.1. Skilgreining¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. Vigurinn
kallast tvíþverillen: binormal.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(\{\mbox{${\bf T}$}(s),\mbox{${\bf N}$}(s),\mbox{${\bf B}$}(s)\}\) er þverstaðlaður grunnur og kallast Frenet ramminn.
1.16. Vindingur¶
1.16.1. Setning og skilgreining¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. Vigurinn \(\mbox{${\bf B}$}'(s)\) er samsíða vigrinum \(\mbox{${\bf N}$}(s)\), þ.e.a.s. \(\mbox{${\bf B}$}'(s)\) er margfeldi af \(\mbox{${\bf N}$}(s)\). Talan \(\tau(s)\) þannig að
kallast vindinguren: second curvature.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.17. Frenet-Serret jöfnurnar¶
1.17.1. Jöfnur¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. Þá gildir
1.17.2. Setning¶
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi. Gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}\) sé þjáll stikaferill sem stikar \(\cal C\). Ritum \(\mbox{${\bf v}$}=\mbox{${\bf r}$}'(t)\) og \(\mbox{${\bf a}$}=\mbox{${\bf r}$}''(t)\). Þá gildir í punktinum \(\mbox{${\bf r}$}(t)\) að
einnig er