Ferlar ====== *Winter is coming.* \- George R.R. Martin, A Game of Thrones Inngangur --------- - Viðfangsefni námskeiðsins er varpanir sem skilgreindar eru á hlutmengi í :math:`\mbox{${\bf R}^n$}` og taka gildi í :math:`\mbox{${\bf R}^m$}`. - Fáumst við stærðfræðigreiningu í mörgum breytistærðum. - Sambærileg verkefni og í stærðfræðigreiningu í einni breytistærð: Samfelldni, diffrun, heildun. Rúmfræðileg túlkun skiptir nú miklu máli. - Gerir okkur kleift að fást við mörg raunveruleg verkefni þar sem margar breytistærðir koma við sögu. Stikaferlar ----------- .. index:: vigurgild vörpun stikaferill Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Vörpun :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}` þannig að :math:`\mbox{${\bf r}$}(t)=(r_1(t),\ldots,r_n(t))` kallast *vigurgild vörpun*. Slík vörpun er sögð samfelld ef föllin :math:`r_1, \ldots, r_n` eru öll samfelld. Samfelld vörpun :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}` er oft kölluð :hover:`stikaferill,stikaður ferill`. Ritháttur ~~~~~~~~~~ Þegar fjallað er um stikaferil :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow {\mathbb R}^2` þá er oft ritað .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf r}$}=\mbox{${\bf r}$}(t)=(x(t),y(t))=x(t)\mbox{${\bf i}$}+y(t)\mbox{${\bf j}$}, og þegar fjallað er um stikaferil :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow {\mathbb R}^3` þá er oft ritað .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf r}$}=\mbox{${\bf r}$}(t)=(x(t),y(t),z(t))=x(t)\mbox{${\bf i}$}+y(t)\mbox{${\bf j}$}+z(t)\mbox{${\bf k}$}. Ferlar og stikanir á ferlum --------------------------- .. index:: ferill stikun Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ :hover:`Ferill í plani,ferill` er mengi punkta :math:`(x,y)` í planinu þannig að skrifa má :math:`x=f(t)` og :math:`y=g(t)` fyrir :math:`t` á bili :math:`I` þar sem :math:`f` og :math:`g` eru samfelld föll á :math:`I`. Bilið :math:`I` ásamt föllunum :math:`(f,g)` kallast *s*\ tikun á ferlinum. Ferill í rúmi og :hover:`stikun` á ferli í rúmi eru skilgreind á sambærilegan hátt. .. warning:: Ferill í plani/rúmi er **ekki** það sama og stikaferill. Fyrir gefinn feril eru til (óendanlega) margar ólíkar stikanir. Dæmi - Eðlisfræðileg túlkun ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Líta má á veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar sem feril. Líta má á ferðalag eftir veginum frá Reykjavík til Akureyrar þar sem staðsetning er þekkt á hverjum tíma sem stikaferil þar sem tíminn er stikinn. Dæmi ~~~~~ Jafnan .. math:: \displaystyle x^2+y^2 = 1 lýsir ferli í planinu sem er hringur með miðju í (0,0) og geisla 1. Dæmi um ólíkar stikanir: .. math:: \displaystyle \begin{aligned} \mbox{${\bf r}$}_1(t) &= (\cos(t),\sin(t)), \quad \text{fyrir $t$ á bilinu $[0,2\pi].$} \\ \mbox{${\bf r}$}_2(t) &= \left\{\begin{array}{ll} (t,\sqrt{1-t^2}) & \text{fyrir $t$ á bilinu $[-1,1[,$} \\ (2-t,-\sqrt{1-(2-t)^2}) & \text{fyrir $t$ á bilinu $[1,3].$} \end{array}\right.\end{aligned} Diffrun stikaferla ------------------ .. index:: stikaferill;diffrun Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Stikaferill :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}` er *diffranlegur í punkti* :math:`t` ef markgildið .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf r}$}'(t)=\lim_{\Delta t\rightarrow 0}\frac{\mbox{${\bf r}$}(t+\Delta t)-\mbox{${\bf r}$}(t)}{\Delta t} er til. Stikaferillinn :math:`\mbox{${\bf r}$}` er sagður *diffranlegur* ef hann er diffranlegur í öllum punktum á bilinu :math:`[a,b]`. (Í endapunktum bilsins :math:`[a,b]` er þess krafist að einhliða afleiður séu skilgreindar.) Setning ~~~~~~~~ Stikaferill :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}` er *diffranlegur í punkti* :math:`t` ef og aðeins ef föllin :math:`r_1,\ldots,r_n` eru öll diffranleg í :math:`t`. Þá gildir að .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf r}$}'(t)=(r'_1(t),\ldots,r'_n(t)). .. index:: hraðavigur hraði hröðunarvigur ferð Ritháttur ~~~~~~~~~~ Látum :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}` vera diffranlegan stikaferil. Venja er að rita :math:`\mbox{${\bf v}$}(t)=\mbox{${\bf r}$}'(t)` og tala um :math:`\mbox{${\bf v}$}(t)` sem :hover:`hraða,hraði` eða *hraðavigur*. Talan :math:`|\mbox{${\bf v}$}(t)|` er kölluð :hover:`ferð`. Einnig er ritað :math:`\mbox{${\bf a}$}(t)=\mbox{${\bf v}$}'(t)=\mbox{${\bf r}$}''(t)` og talað um :math:`\mbox{${\bf a}$}(t)` sem :hover:`hröðun` eða *hröðunarvigur*. .. ggb:: 2384599 :width: 700 :height: 364 :img: stikaferill.png :imgwidth: 4cm :zoom_drag: true Dæmi ~~~~~ Lítum á eftirfarand stikaferla sem stika hring með miðju í (0,0) og geisla 1. .. math:: \displaystyle \begin{aligned} \mbox{${\bf r}$}_1(t) &= (\cos(t),\sin(t)), \quad \text{fyrir $t$ á bilinu $[0,2\pi].$} \\ \mbox{${\bf r}$}_2(t) &= (\cos(t^2),\sin(t^2)), \quad \text{fyrir $t$ á bilinu $[0,\sqrt{2\pi}].$} \end{aligned} Þá er tilsvarandi hraði .. math:: \displaystyle \begin{aligned} \mbox{${\bf v}$}_1(t) = \mbox{${\bf r}$}_1'(t) &= (-\sin(t),\cos(t)), \quad \text{fyrir $t$ á bilinu $[0,2\pi].$} \\ \mbox{${\bf v}$}_2(t) = \mbox{${\bf r}$}_2'(t) &= (-2t\sin(t^2),2t\cos(t^2)), \quad \text{fyrir $t$ á bilinu $[0,\sqrt{2\pi}].$}\end{aligned} og ferðin :math:`|\mbox{${\bf v}$}_1(t)| = 1` og :math:`|\mbox{${\bf v}$}_2(t)| = 2t`. Setning ~~~~~~~~ Látum :math:`\mbox{${\bf u}$},\mbox{${\bf v}$}:[a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}` vera diffranlega stikaferla og :math:`\lambda` diffranlegt fall. Þá eru stikaferlarnir :math:`\mbox{${\bf u}$}(t)+\mbox{${\bf v}$}(t), \lambda(t)\mbox{${\bf u}$}(t)` og :math:`\mbox{${\bf u}$}(\lambda(t))` diffranlegir, og ef :math:`n=3` þá er stikaferillinn :math:`\mbox{${\bf u}$}(t)\times \mbox{${\bf v}$}(t)` líka diffranlegur. Fallið :math:`\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t)` er líka diffranlegt. Eftirfarandi listi sýnir formúlur fyrir afleiðunum: **(a)** :math:`\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)+\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)+\mbox{${\bf v}$}'(t)`, **(b)** :math:`\frac{d}{dt}(\lambda(t)\mbox{${\bf u}$}(t))=\lambda'(t)\mbox{${\bf u}$}(t)+\lambda(t)\mbox{${\bf u}$}'(t)`, **(c)** :math:`\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t)+\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}'(t)`, **(d)** :math:`\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)\times\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)\times\mbox{${\bf v}$}(t)+\mbox{${\bf u}$}(t)\times\mbox{${\bf v}$}'(t)`, **(e)** :math:`\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(\lambda(t)))=\mbox{${\bf u}$}'(\lambda(t))\lambda'(t)`. Ef :math:`\mbox{${\bf u}$}(t)\neq\mbox{${\bf 0}$}` þá er **(f)** :math:`\frac{d}{dt}|\mbox{${\bf u}$}(t)|=\frac{\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf u}$}'(t)}{|\mbox{${\bf u}$}(t)|}`. .. index:: stikaferill;samfellt diffranlegur stikaferill;þjáll Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}; \mbox{${\bf r}$}(t)=(r_1(t),\ldots,r_n(t))` vera stikaferil. Stikaferillinn er sagður :hover:`samfellt diffranlegur` ef föllin :math:`r_1(t),\ldots,r_n(t)` eru öll diffranleg og afleiður þeirra eru samfelldar. Samfellt diffranlegur stikaferill er sagður :hover:`þjáll` ef :math:`\mbox{${\bf r}$}'(t)\neq\mbox{${\bf 0}$}` fyrir öll :math:`t`. Stikaferillinn er sagður *samfellt diffranlegur á köflum* ef til eru tölur :math:`b_0,\ldots,b_k` þannig að :math:`a=b_00` en :math:`\theta=-\frac{\pi}{2}` ef :math:`y<0`. Þegar jafnan :math:`\tan\theta=\frac{y}{x}` er notuð til að ákvarða :math:`\theta` þá er tekin lausn á milli :math:`-\frac{\pi}{2}` og :math:`\frac{\pi}{2}` ef :math:`x>0` en á milli :math:`\frac{\pi}{2}` og :math:`\frac{3\pi}{2}` ef :math:`x<0`.) Pólhnitagraf ------------ .. index:: pólhnitagraf Skilgreining og umræða ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`f` vera fall skilgreint fyrir :math:`\theta` þannig að :math:`\alpha\leq\theta\leq\beta`. Jafnan :math:`r=f(\theta)` lýsir mengi allra punkta í planinu sem hafa pólhnit á forminu :math:`[f(\theta),\theta]` þar sem :math:`\alpha\leq\theta\leq\beta`. Þetta mengi kallast *pólhnitagraf* fallsins :math:`f`. Pólhnitagraf er ferill í planinu sem má stika með stikaferlinum .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf r}$}:[\alpha,\beta]\rightarrow{\mathbb R}^2 með formúlu .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf r}$}(\theta)=[f(\theta),\theta]= (f(\theta)\cos\theta, f(\theta)\sin\theta). .. index:: pólhnitagraf;snertill .. begin-toggle:: :label: Sýnidæmi Finnum skurðpunkta *hjartaferilsins* :math:`r = 1-\sin\theta` og hringsins :math:`r=\sin\theta`. *Lausn:* Athugum fyrst hvort ferlarnir skerist fyrir sama gildi á :math:`r>0` og :math:`\theta`. Leysum þá jöfnuna :math:`1-\sin\theta = \sin\theta` og fáum :math:`\sin\theta = \frac{1}{2}`. Hjartaferillinn er með lotu :math:`2\pi` en hringurinn lotu :math:`\pi` svo nóg er að skoða lausnir fyrir :math:`\theta \in [0,2\pi]`. Fáum lausnir :math:`\theta = \pi/6` og :math:`\theta = 5\pi/6` og skurðpunktarnir eru því :math:`[1/2,\pi/6]` og :math:`[1/2,5\pi/6]`. Athugið að við þurfum einnig að athuga hvort ferlarnir skerist þegar :math:`r=0` en þá gætu þeir skorist fyrir ólík gildi á :math:`\theta`. Hjartaferillinn sker punktinn :math:`(0,0)` þegar :math:`\theta = \pi/2` og hringurinn sker :math:`(0,0)` fyrir :math:`\theta=0` og því er :math:`(0,0)` einnig skurðpunktur. .. image:: skurdur.png :width: 60 % :align: center *Hringurinn og hjartaferillinn saman á mynd. Á myndinni má sjá skurðpunktana þrjá sem reiknaðir voru að ofan.* Snertill við pólhnitagraf ------------------------- Setning ~~~~~~~~ .. XXX reference Látum :math:`r=f(\theta)` vera pólhnitagraf fallsins :math:`f` og gerum ráð fyrir að fallið :math:`f` sé samfellt diffranlegt. Látum :math:`\mbox{${\bf r}$}(\theta)` tákna stikunina á pólhnitagrafinu sem innleidd er í 1.7.1. Ef vigurinn :math:`\mbox{${\bf r}$}'(\theta)\neq \mbox{${\bf 0}$}` þá gefur þessi vigur stefnu :hover:`snertils,snertill` við pólhnitagrafið og út frá :math:`\mbox{${\bf r}$}'(\theta)` má reikna hallatölu snertils við pólhnitagrafið. .. index:: pólhnitagraf;flatarmál Flatarmál --------- Setning ~~~~~~~~ :hover:`Flatarmál` svæðisins sem afmarkast af geislunum :math:`\theta=\alpha` og :math:`\theta=\beta` (með :math:`\alpha\leq \beta` og :math:`\beta-\alpha\leq 2\pi`) og pólhnitagrafi :math:`r=f(\theta)` (:math:`f` samfellt) er .. math:: \displaystyle A=\frac{1}{2}\int_\alpha^\beta r^2\,d\theta =\frac{1}{2}\int_\alpha^\beta f(\theta)^2\,d\theta. .. begin-toggle:: :label: Sýnidæmi Finnum flatarmál svæðisins sem afmarkast af spíralnum :math:`r=\theta` og geislunum :math:`\theta = 0` og :math:`\theta = 2\pi`. *Lausn:* Köllum flatarmálið :math:`A`. Reiknum .. math:: A = \frac{1}{2} \int_0^{2\pi} \theta^2 d\theta = \frac{1}{2}\frac{1}{3}(2\pi)^3 = \frac{4\pi^3}{3}. .. image:: flatgormur.png :width: 60 % :align: center *Mynd af spíralnum (í bláu) og geislunum (í rauðu). Svæðið afmarkast af bláu og rauðu ferlunum.* .. end-toggle:: .. index:: pólhnitagraf;bogalengd Bogalengd --------- Setning ~~~~~~~~ Gerum ráð fyrir að fallið :math:`f(\theta)` sé diffranlegt. :hover:`Bogalengd` pólhnitagrafsins :math:`r=f(\theta)`, þegar :math:`\alpha\leq\theta\leq\beta`, er gefin með formúlunni .. math:: \displaystyle s=\int_\alpha^\beta \sqrt{f'(\theta)^2+f(\theta)^2}\,d\theta. .. begin-toggle:: :label: Sýnidæmi Finnum bogalengd spíralsins sem skilgreindur er með pólhnitagrafinu :math:`r=\theta` fyrir :math:`\theta \in [0,2\pi]`. *Lausn:* Köllum bogalengdina :math:`s` og reiknum .. math:: \begin {aligned} s &=\int_0^{2\pi} \sqrt{1+\theta^2} d\theta \qquad \text{notum innsetningu } \theta = \sinh(x) \\ &=\int_0^{\sinh^{-1}(2\pi)} \sqrt{1+\sinh^2(x)} \cosh(x) dx = \int_0^{\sinh^{-1}(2\pi)} \cosh^2(x) dx \\ &= \int_0^{\sinh^{-1}(2\pi)} \frac{1+\cosh(2x)}{2}dx = \frac{1}{2}\left(\sinh^{-1}(2\pi) + \frac{1}{2} \sinh\left(2\sinh^{-1}(2\pi)\right)\right). \end{aligned} .. end-toggle:: Einingarsnertivigur ------------------- .. index:: einingarsnertivigur Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi. Látum :math:`\mbox{${\bf r}$}` vera stikun á :math:`\cal C` og gerum ráð fyrir að :math:`\mbox{${\bf r}$}` sé þjáll stikaferill (þ.e.a.s. :math:`\mbox{${\bf r}$}` er samfellt diffranlegur stikaferill og :math:`\mbox{${\bf r}$}'(t)\neq \mbox{${\bf 0}$}` fyrir öll :math:`t`). *Einingarsnertivigurinn* :math:`\mbox{${\bf T}$}` við ferilinn :math:`\cal C` í punktinum :math:`\mbox{${\bf r}$}(t)` er skilgreindur með formúlunni .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf T}$}=\frac{\mbox{${\bf r}$}'(t)}{|\mbox{${\bf r}$}'(t)|}=\frac{\mbox{${\bf v}$}(t)}{|\mbox{${\bf v}$}(t)|}. Krappi ------ .. index:: krappi krappageisli Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi og :math:`\mbox{${\bf r}$}` stikun á :math:`\cal C` með bogalengd. (Þegar fjallað er um stikanir með bogalengd er venja að tákna stikann með :math:`s`.) Lengd hraðavigurs er alltaf 1 og því er :math:`\mbox{${\bf T}$}(s)=\mbox{${\bf v}$}(s)`. :hover:`Krappi` ferilsins :math:`\cal C` í punktinum :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)` er skilgreindur sem talan .. math:: \displaystyle \kappa(s)=\left|\frac{d\mbox{${\bf T}$}}{ds}\right|. :hover:`Krappageisli` í punktinum :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)` er skilgreindur sem .. math:: \displaystyle \rho(s)=\frac{1}{\kappa(s)}. Meginþverill ------------ .. index:: meginþverill Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi og :math:`\mbox{${\bf r}$}` stikun á :math:`\cal C` með bogalengd. :hover:`Meginþverill` í punkti :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)` er skilgreindur sem vigurinn .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf N}$}(s)=\frac{\mbox{${\bf T}$}'(s)}{|\mbox{${\bf T}$}'(s)|}=\frac{1}{\kappa(s)}\mbox{${\bf T}$}'(s). Umræða ~~~~~~ Táknum með :math:`\theta` hornið sem :math:`\mbox{${\bf T}$}` myndar við grunnvigurinn :math:`\mbox{${\bf i}$}`. Þá er :math:`\kappa = \frac{d\theta}{ds}`. .. image:: krappi.png :width: 40 % :align: center Hjúfurplan ---------- .. index:: hjúfur-;plan hjúfur-;hringur Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi og :math:`\mbox{${\bf r}$}` stikun á :math:`\cal C` með bogalengd. :hover:`Hjúfurplanið,hjúfurslétta` við ferilinn í punkti :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)` er planið sem spannað er af vigrunum :math:`\mbox{${\bf T}$}(s)` og :math:`\mbox{${\bf N}$}(s)` og liggur um punktinn :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)`. :hover:`Hjúfurhringur` við ferilinn í punkti :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)` er hringur sem liggur í hjúfurplaninu, fer í gegnum punktinn :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)`, hefur geisla :math:`\rho(s)` og hefur miðju í punktinum :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)+\rho(s)\mbox{${\bf N}$}(s)`. Tvíþverill ---------- .. index:: tvíþverill Frenet ramminn Skilgreining ~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi og :math:`\mbox{${\bf r}$}` stikun á :math:`\cal C` með bogalengd. Vigurinn .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf B}$}(s)=\mbox{${\bf T}$}(s)\times \mbox{${\bf N}$}(s) kallast :hover:`tvíþverill` við ferilinn í :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)`. :math:`\{\mbox{${\bf T}$}(s),\mbox{${\bf N}$}(s),\mbox{${\bf B}$}(s)\}` er þverstaðlaður grunnur og kallast **Frenet ramminn**. Vindingur --------- .. index:: vindingur Setning og skilgreining ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi og :math:`\mbox{${\bf r}$}` stikun á :math:`\cal C` með bogalengd. Vigurinn :math:`\mbox{${\bf B}$}'(s)` er samsíða vigrinum :math:`\mbox{${\bf N}$}(s)`, þ.e.a.s. \ :math:`\mbox{${\bf B}$}'(s)` er margfeldi af :math:`\mbox{${\bf N}$}(s)`. Talan :math:`\tau(s)` þannig að .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf B}$}'(s)=-\tau(s)\mbox{${\bf N}$}(s) kallast :hover:`vindingur` ferilsins í punktinum :math:`\mbox{${\bf r}$}(s)`. Frenet-Serret jöfnurnar ----------------------- .. index:: Frenet-Serret Jöfnur ~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi og :math:`\mbox{${\bf r}$}` stikun á :math:`\cal C` með bogalengd. Þá gildir .. math:: \displaystyle \begin{aligned} \mbox{${\bf T}$}'(s)&=\kappa\mbox{${\bf N}$}\\ \mbox{${\bf N}$}'(s)&=-\kappa\mbox{${\bf T}$}+\tau\mbox{${\bf B}$}\\ \mbox{${\bf B}$}'(s)&=-\tau\mbox{${\bf N}$}.\end{aligned} Setning ~~~~~~~ Látum :math:`\cal C` vera feril í plani eða rúmi. Gerum ráð fyrir að :math:`\mbox{${\bf r}$}` sé þjáll stikaferill sem stikar :math:`\cal C`. Ritum :math:`\mbox{${\bf v}$}=\mbox{${\bf r}$}'(t)` og :math:`\mbox{${\bf a}$}=\mbox{${\bf r}$}''(t)`. Þá gildir í punktinum :math:`\mbox{${\bf r}$}(t)` að .. math:: \displaystyle \mbox{${\bf T}$}=\frac{\mbox{${\bf v}$}}{|\mbox{${\bf v}$}|},\qquad \mbox{${\bf B}$}=\frac{\mbox{${\bf v}$}\times\mbox{${\bf a}$}}{|\mbox{${\bf v}$}\times\mbox{${\bf a}$}|},\qquad \mbox{${\bf N}$}=\mbox{${\bf B}$}\times\mbox{${\bf T}$}, einnig er .. math:: \displaystyle \kappa=\frac{|\mbox{${\bf v}$}\times\mbox{${\bf a}$}|}{|\mbox{${\bf v}$}|^3},\qquad\qquad \tau=\frac{(\mbox{${\bf v}$}\times\mbox{${\bf a}$})\cdot \frac{d}{dt}\mbox{${\bf a}$}}{|\mbox{${\bf v}$}\times\mbox{${\bf a}$}|^2}. .. begin-toggle:: :label: Sýnidæmi Gerum ráð fyrir að :math:`f` sé tvisvar sinnum diffranlegt. Finnum krappa ferilsins :math:`y=f(x)` í punktinum :math:`(x,f(x))`. *Lausn:* Stikum ferilinn með :math:`\mathbf{r}(x) = x \mathbf{i} + f(x) \mathbf{j}`. Þá eru hraðinn :math:`\mathbf{v}` og hröðunin :math:`\mathbf{a}` gefin með .. math:: \begin {aligned} \mathbf{v}(x) &= \mathbf{i} + f'(x) \mathbf{j} \\ \mathbf{a}(x) &= f''(x) \mathbf{j}. \end{aligned} Reiknum svo krossfeldið .. math:: \mathbf{v}(x) \times \mathbf{a}(x) = \begin{vmatrix} \mathbf{i} & \mathbf{j} & \mathbf{k} \\ 1 & f'(x) & 0 \\ 0 &f''(x) & 0 \end{vmatrix} = f''(x) \mathbf{k}. Þá er krappinn gefinn með .. math:: \kappa(x) = \frac{|\mathbf{v}(x)\times \mathbf{a}(x)|}{|\mathbf{v}(x)|^3} = \frac{|f''(x)|}{(1+(f'(x))^2)^{3/2}}. .. end-toggle::