4. Fourier-ummyndun¶
4.1. Fourier-ummyndun. Reiknireglur. Plancerel-jafnan¶
4.1.1. Skilgreining á L1(R)¶
Við byrjum á að skilgreina rúm heildanlegra falla L1(R). Við táknum L1(R) mengi allra falla f þannig að |f| er heildanlegt á R.
L1(R) er vigurrúm, af því að
- Ef f∈L1(R) og g∈L1(R) þá er fallið f+g∈L1(R)
- Ef f∈L1(R) þá er αf∈L1(R), þar sem α∈R
4.1.2. Skilgreining á Fourier-ummyndun¶
Fyrir sérhvert fall f∈L1(R) skilgreinum við fallið
Við köllum fallið Ff Fourier-mynd fallsins f og við táknum hana með F{f} eða ˆf.
Við köllum vörpun F Fourier-ummyndun. Hún er skilgreind á L1(R) og varpar falli f∈L1(R) á Fourier-mynd sína Ff.
Athugið
Skilgreiningin á Fourier-ummyndun er ekki stöðluð.
4.1.3. Sýnidæmi¶
Skilgreinum fall fa á eftifarandi hátt
Við sjáum að f∈L1(R). Við reiknum nú Fourier-mynd fallsins f
4.1.4. Reiknireglur¶
Við byrjum á að skoða reiknireglur fyrir Fourier-ummyndanir.
- Látum f og g vera tvö föll í L1(R). Látum α og β vera tvær tölur í C. Þá gildir
Þ.e.a.s. að Fourier-ummyndun er línuleg vörpun.
- Látum f∈L1(R) og α∈R∖{0}. Þá gildir
sem segir okkur hvernig Fourier-ummyndun breytist þegar x→αx.
- Látum f∈L1(R) og α∈R. Þá gildir
sem segir okkur hvernig Fourier-ummyndun breytist þegar x→x−α.
- Látum f∈L1(R) og α∈R. Þá gildir
sem segir okkur hvernig Fourier-ummyndun breytist þegar k→k−α.
- Látum f∈L1(R). Þá gildir
Athugum að ef f∈L1(R) er raungilt, þ.e. f:R→R, þá gildir
- Látum f∈L1(R) vera jafnstætt. Þá gildir
- Látum f∈L1(R) vera oddstætt. Þá gildir
- Látum f∈C1(R). Gerum ráð fyrir að f og f′ séu í L1(R). Þá gildir
Regla 8 tengir Fourier-mynd fallsins f og Fourier-mynd afleiðu þess f′.
Ef f∈Cm(R) og f,f′,…,f(m)∈L1(R), þá gildir
- Gerum ráð fyrir að föll f og xf séu í L1(R). Þá gildir
Regla 9 segir okkur hver afleiða Fourier-myndar fallsins f er.
Gerum ráð fyrir að föll f,xf,…,xjf séu í L1(R). Þá gildir
4.1.5. Sýnidæmi¶
Við skoðum núna dæmi um hvernig nota má reiknireglurnar til þess að reikna Fourier-mynd falla.
Athugum fall f(x)=e−ax2/2 þar sem a>0. Fallið f uppfyllir afleiðujöfnu
Ef við reiknum Fourier-myndina af þessari jöfnu og notum reiknireglur 9, þá fáum við
Þetta er bara fyrsta stigs afleiðujafna fyrir Fourier-mynd fallsins f, og lausnin er
Til þess að finna fastann C, getum notað
Að lokum, fáum við
4.1.6. Eiginleikar Fourier-myndar¶
Nú viljum við skoða eiginleika Fourier-myndar. Gerum ráð fyrir að fall f sé t.d. samfellt eða diffranlegt og svo framvegis, hvaða eiginleika hefur Fourier-mynd fallsins f?
Setning (Riemann-Lebesgue setning)
Ef f∈L1(R), þá er Ff∈C(R) og
Ef við táknum mengi falla sem eru samfelld og stefna á núll þegar breytan stefnir á óendanlegt með C_0({{\mathbb R}})=\{F\in C({{\mathbb R}})\,;\, \lim_{|\xi|\to +\infty}F(\xi)=0\}, þá þýðir setningin að Fourier-ummyndun \mathcal F varpar rúminu L^1(\mathbb R) í C_0(\mathbb R).
Setning
Gerum ráð fyrir að fall f\in L^1(\mathbb R) og að f sé takmarkað. Gerum ráð fyrir að Fourier-mynd {{\cal F}}f fallsins f sé jákvæð fyrir öll k, þ.e. {{\cal F}}f(k)\ge 0. Þá er {{\cal F}}\in L^1(\mathbb R).
Athugum að ef fall f\in L^1(\mathbb R) er takmarkað (þ.e. |f|\le M), þá er f\in L^2(\mathbb R) (af því að |f|^2\le M|f|).
4.1.7. Plancerel-jafnan¶
Til þess að einfalda rithátt, táknum við hér Fourier-mynd falls f með \widehat f.
Gerum ráð fyrir að f\in L^1(\mathbb R) og að f sé takmarkað. Þá gildir
Þetta er Plancherel-jafnan. Hún er alhæfing af Parseval-jöfnu fyrir Fourier-ummyndunina.
4.2. Andhverfuformúla Fouriers. Afleiðujöfnur¶
4.2.1. Andhverfuformúla Fouriers¶
Við viljum nú finna fall f ef við gerum ráð fyrir að Fourier-myndin \mathcal{F}f sé gefin. Við munum skoða og reikna út Fourier-myndina af Fourier-mynd falls f, þ.e.a.s. \mathcal{F}(\mathcal{F}f). Hugmyndin að baki er að Fourier-myndin af Fourier-mynd fallsins f gefur fallið f. Þetta er þó ekki svo einfalt. Fyrsta vandamál er að jafnvel þótt f\in L^1(\mathbb R) þýðir það ekki nauðsynlega að \mathcal{F}f sé í L^1(\mathbb R) (svo Fourier-mynd hennar er ekki endilega vel skilgreind).
Ef við gerum ráð fyrir að bæði föllin f og \mathcal{F}f séu í L^1(\mathbb R) og séu samfelld, þá er
Vandamálið nú er að við getum ekki skipt á röð heildanna, við getum ekki heildað fyrst yfir \xi og svo yfir y af því að heildið \int_{-\infty}^{+\infty} e^{-i(x+y)\xi} d\xi er ekki samleitið. Til að leysa málið, stingum við falli e^{-\varepsilon|\xi|} inn í heildið og tökum síðan markgildi \varepsilon\to 0+. Nú getum við reiknað út heildið að ofan og við fáum
Að lokum getum við tekið þetta saman í eftirfarandi setningu
Setning (Andhverfuformúla Fouriers)
Gerum ráð fyrir að fall f\in L^1(\mathbb R)\cap \mathcal{C}(\mathbb R) og \widehat{f}\in L^1(\mathbb R)\cap \mathcal{C}(\mathbb R). Þá gildir
Setningin segir okkur að fallið f sé samfelld samantekt (superposition á ensku) af veldisvísisföllum e^{ix\xi}. Hún alhæfir framsetningu á lotubundnum föllum með Fourier-röðum til falla sem eru ekki lotubundin.
Fylgisetning
Ef \widehat{f}=\widehat{g}, þá er f=g.
Sýnidæmi
Andhverfuformúlan getur verið mjög gagnleg til þess að reikna Fourier-mynd. Við sjáum þetta með dæmi. Ef við viljum reikna Fourier-mynd falls f(x)={\sin a x\over x}, getum við notað andhverfuformúlu Fouriers og sýnidæmi 4.1.3, það er
Ef við viljum reikna Fourier-mynd fallsins f beint út frá skilgreiningu þess, er það erfitt!
4.2.2. Földun og Fourier-ummyndun¶
Skilgreining
Látum f og g vera tvö föll á \mathbb R. Við skilgreinumn földun þeirra með
fyrir öll x\in {{\mathbb R}} þannig að heildið sé til.
Eiginleikar
- Gerum ráð fyrir að heildið að ofan sé til, þá er
þar sem við höfum notað s=x-t.
- Ef f\in L^1(\mathbb R) og g er takmarkað, þá er földun þeirra skilgreind á {{\mathbb R}}.
- Ef f\in L^1(\mathbb R) og líka g\in L^1(\mathbb R), þá er földunin vel skilgreind, og ennfremur gildir að f\ast g er í L^1(\mathbb R).
- Földunin uppfyllir sömu reglur og venjulegt margfeldi uppfyllir:
þar sem f, g, h eru föll á \mathbb R, þ.a. földun þeirra sé vel skilgreind.
- Gerum ráð fyrir að fall f sé diffranlegt og faldanir f\ast g og f'\ast g séu vel skilgreindar. Þá er f\ast g diffranlegt og (f\ast g)'=f'\ast g. Ef g er líka diffranlegt, þá gildir (f\ast g)'= f\ast g'.
Við getum alhæft niðurstöðuna að ofan ef til dæmis fallið f er m-sinnum diffranlegt og f, f', \dots f^{(m)} eru takmörkuð, þá er f\ast g \in\mathcal{C}^m(\mathbb{R}) og
Setning
Frá eiginleika 3, fáum við eftirfarandi setningu
Ef f\in L^1(\mathbb R) og líka g\in L^1(\mathbb R), þá er földunin f\ast g í L^1(\mathbb R) og
4.2.3. Afleiðujöfnur og Fourier-ummyndun¶
Við byrjum á að skoða afleiðujöfnu með fasta stuðla
Til þess að finna lausn á jöfnunni getum við notað Fourier-ummyndun, ef t.d. f\in L^1(\mathbb R). Munið eftir reiknireglu 8, ef við gerum ráð fyrir að u og afleiður þess séu í L^1(\mathbb R). Þá fáum við eftirfarandi niðurstöðu
Setning
Gerum ráð fyrir að f\in L^1(\mathbb R) og \widehat{f}\in L^1(\mathbb R). Gerum ráð fyrir að P(i\xi)\neq 0. Þá hefur afleiðujafnan (ref) lausn u\in L^1(\mathbb R)\cap \mathcal{C}^m (\mathbb R) sem gefin er með formúlunni
Við sjáum að fallið u sem skilgreint er að ofan uppfyllir jöfuna
Afleiðujöfnur, Fourier-ummyndun og földun
Gerum ráð fyrir að P(i\xi)\neq 0 fyrir öll \xi\in\mathbb R. Ef við táknum andhverfu Fourier-mynd falls {1\over P(i\xi)} (athugum að {1\over P(i\xi)} \in L^1(\mathbb{R})) með
þá fæst
Setning
Gerum ráð fyrir að P sé margliða af stigi m með ólikar núllstöðvar \lambda_1, \dots, \lambda_{\ell} með margfeldni m_1, \dots, m_{\ell}, að P(i\xi) hafi enga núllstöð á \mathbb{R}, að Q sé margliða af stigi \le m-1 og að stofnbrotaliðun á ræða fallinu Q/P sé gefin með
Þá er andhverfa Fourier-mynd fallsins {\xi}\mapsto Q(i\xi)/P(i{\xi}) gefin með formúlunni
Sýnidæmi
Skoðum jöfnu
Við sjáum að P(X)=-X^2+\omega^2, og P(i\xi)=\xi^2+\omega^2. Fourier-mynd fallsins e^{-|x|}=f(x) er \widehat f(\xi)={2 \over 1+\xi^ 2}. Tökum Fourier-mynd jöfnunnar, þá fáum við
Þá er
Nú getum við notað andhverfuformúlu og þá fæst loks að
4.3. Úrlausn á hlutafleiðujöfnum með Fourier-ummyndun¶
4.3.1. Einvíða bylgjujafnan og d’Alembert-formúla¶
Við skoðum einvíðu bylgjujöfnuna
þar sem fallið u(x,t) er skilgreint fyrir öll x \in \mathbb{R} og t \in \mathbb{R}. Leitum að slíkri lausn.
Skiptum um hnit með x = {\xi+\eta\over 2} og t = {\xi-\eta\over 2 c} og skrifum bylgjujöfnuna sem
Athugum að við notum að \partial^2_{t,x}=\partial^2_{x,t}, sem gildir til dæmis ef lausnin er tvisvar sinnum samfellt deildanleg.
Almenn lausn á jöfnunni að ofan er u(\eta, \xi)=f(\xi)+g(\eta), þar sem föllin f(\xi), g(\eta) eru ótiltekin. Þá er
Þá fæst niðurstaðan:
- Setning
- Sérhver lausn u\in C^2({{\mathbb R}}^2) á bylgjujöfnunni er af gerðinni u(x,t)=f(x+ct)+g(x-ct), þar sem f,g\in C^2({{\mathbb R}}). Ef u(x,t)=f_1(x+ct)+g_1(x-ct) er önnur slík framsetning á lausninni, þá er til fasti A þannig að f_1(x)=f(x)+A og g_1(x)=g(x)-A.
Fyrir gefið t_0 > 0, er graf fallsins g(x − ct_0) næstum því eins og graf fallsins g(x), eini munurinn er að grafið g(x − ct_0) er hliðrað um c t_0 til hægri. Við túlkum því fallið g(x − ct) sem bylgju sem hreyfist til hægri með hraða c og köllum það framáttarbylgju. Á svipaðan hátt er graf fallsins f(x+ct_0) hliðrað um c t_0 til vinstri, fallið f(x + ct) táknar bylgju sem hreyfist til vinstri með hraða c og kallast það bakáttarbylgja.
Við skoðum nú bylgjujöfnuna með upphafsskilyrðum, það er
Við viljum finna lausn sem er í C^2({{\mathbb R}}^2), sem gefin er í setningunni að ofan. Þá þurfum við tengja f(x+ct), g(x-ct) við \varphi(x), \psi(x). Niðurstaðan er
Setning
Upphafsgildisverkefnið að ofan hefur ótvírætt ákvarðaða lausn sem gefin er með formúlunni
Formúlan kallst d’Alembert-formúlan. Hún gefur almenna lausn í C^2({{\mathbb R}}^2) á upphafsgildisverkefninu.
4.3.2. Bylgjujafnan, Fourier-ummyndun og földun¶
Við getum skrifað d’Alembert-formúluna sem földunarheildi: Skilgreinum fall E_t sem
þá er
og lausnin verður
Við viljum nú leiða þessa formúlu út með því að nota Fourier-ummyndun. Tökum Fourier-mynd af öllum liðum sem koma fyrir í upphafsgildisverkefninu. Fyrst þurfum við að finna Fourier-myndir \partial_t u og \partial_x u.
þar sem við höfum notað reikniregluna 8 í 4.1.4.
Að lokum verður upphafsgildisverkefnið
Athugum að {\partial}_t^2\widehat u({\xi},t)+c^2{\xi}^2\widehat u({\xi},t)=0 er annars stigs venjuleg afleiðujafna í t, og \xi er bara fasti. Þá er lausnin
En, ef við reiknum Fourier-myndin fallsins E_t sem við skilgreindum að ofan, þá er
Það þýðir að við getum umritað lausnina sem
og niðurstaðan fyrir u fæst svo með því að taka andhvefa Fourier-mynd og nota földunarreglur.
Hliðraða bylgjujafnan
Við skoðum
Leitum að sérlausn á þessu verkefni. Eins og áður notum við Fourier-ummyndun og fáum
Green-fall afleiðuvirkjans D_t^2+c^2{\xi}^2 er G_{\xi}(t,{\tau})=g({\xi},t-{\tau})=\sin(c(t-\tau){\xi})/c{\xi}. Athugum að g(ξ,t)=\widehat E_t({\xi})=\widehat E({\xi},t).
Þá er Fourier-mynd lausnarinnar á jöfnunni
Til þess að finna u þurfum við að nota andhverfuformúlu Fouriers, þá er
Ef við viljum skrifa þetta sem földunarheildi þurfum við að framlengja föllin fyrir öll t. Við höfum E(x,t) = 0 ef t < 0 og ef við skilgreinum f(x,t) = 0 fyrir t < 0, þá fæst
þar sem \ast stendur hér fyrir földun falla af tveimur breytistærðum sem er skilgreind með sambærilegum hætti og áður.
Þetta má einnig rita sem
þar sem T(x,t) er þríhyrningurinn í (y,\tau)-planinu með hornpunktana (x, t), (x − ct, 0) og (x + ct, 0). Þríhyrningurinn kallast *ákvörðunarsvæði punktins (x,t).
4.3.3. Varmaleiðnijafnan, Fourier-ummyndun og földun¶
Við lítum nú á varmaleiðnijöfnuna með upphafsskilyrðum
Eins og áður viljum við finna lausn með því að nota Fourier-ummmyndun. Tökum Fourier-mynd af öllum liðunum og þá fæst að Fourier-mynd fallsins u þarf að uppfylla
Nú verður jafnan \partial_t\widehat u({\xi},t)+{\kappa}{\xi}^2\widehat u({\xi},t)=0 einfaldlega fyrsta stigs afeiðujafna í t, og lausn hennar er \widehat u({\xi},t)=e^{-{\kappa}t{\xi}^2}\widehat {\varphi}({\xi}).
Við viljum finna lausn sem földunheildi. Athugum að
Þá er \widehat u({\xi},t)=e^{-{\kappa}t{\xi}^2}\widehat {\varphi}({\xi})= \widehat{E_t} ({\xi})\widehat {\varphi}({\xi}).
Fallið E kallast hitakjarni eða varmaleiðnikjarni.
Til þess að skilja lausnina er gott að skoða eiginleika hitakjarnans E:
Þá getum við notað andhverfuformúlu Fouriers og við fáum:
Það er ekki erfitt að sjá að lausn u(x,t)=E_t\ast {\varphi}(x) uppfyllir upphafsgildisverkefnið að ofan með því að nota eingileika hitakjarnans E:
Þá skiljum við eftirfarandi setningu
Setning
Gerum ráð fyrir að \varphi sé samfellt og takmarkað fall á {{\mathbb R}}. Þá hefur upphafsgildisverkefnið að ofan lausn u sem gefin er með formúlunni
þar sem hitakjarninn er gefinn með formúlunni
Hliðraða varmaleiðnijafnan með óhliðruðum upphafsskilyrðum
Við lítum nú á hliðruðu varmaleiðnijöfnuna með óhliðruðu upphafsskilyrði, þ.e.
Leitum að sérlausn á henni. Við tökum Fourier-myndina af öllum liðunum
Skoðum jöfnuna að ofan: hún er fyrsta stigs hliðruð afleiðujafna í t. Við getum notað Green-fall, og það er G_\xi(t,\tau)=e^{-\kappa(t-\tau)\xi^2}=\widehat E_{t-\tau}(\xi).
Eins og áður við skrifum við Fourier-mynd lausnar og eftir það tökum við andhverfu Fourier-myndina. Þá er
Við fáum eftirfarandi niðurstöðu
Setning
Gerum ráð fyrir að f sé samfellt fall á opna efra hálfplaninu \{(x,t); t>0\}, sé takmarkað á lokuninni \{(x,t); t\geq 0\} og taki gildið 0 á neðra hálfplaninu \{(x,t); t<0\}. Gerum ráð fyrir að {\varphi} sé samfellt takmarkað fall á {{\mathbb R}}. Þá hefur upphafsgildisverkefnið að ofan ótvírætt ákvarðaða lausn u, sem gefin er með formúlunni
þar sem E táknar hitakjarnann, sem skilgreindur er með formúlunni
Hliðraða varmaleiðnijafnan með hliðruðu upphafsskilyrði
Upphafsgildisverkefnið er núna
Við gerum ráð fyrir að f sé samfellt fall á \{(x,t)\in {{\mathbb R}}^n\times {{\mathbb R}}; t\geq 0\}, {\varphi} sé samfellt fall á {{\mathbb R}}^n og bæði f og {\varphi} séu takmörkuð.
Hitakjarninn er
og lausnin verður
4.4. Fourier-ummyndun og leifareikningur¶
Við skoðum hér hvernig við getum reiknað Fourier-myndir og andhverfu þeirra með því að nota leifareikning. Við byrjum á að setja fram fyrstu niðurstöðu fyrir Fourier-myndir.
Munið að við táknum með \mathcal O(X) mengi allra fágaðra falla á X.
4.4.1. Fourier-myndir reiknaðar með leifareikningi¶
Setning
Látum fall f\in L^1({{\mathbb R}})\cap {{\cal O}}({{\mathbb C}}\setminus A), þar sem A er endanlegt mengi. Gerum ráð fyrir að \lim\limits_{r\to \infty}\max_{|z|=r}|f(z)|=0. Táknum efra hálfplanið með H_+=\{z\in {{\mathbb C}}; {{\operatorname{Im\, }}}z>0\} og neðra hálfplanið með H_-=\{z\in {{\mathbb C}}; {{\operatorname{Im\, }}}z<0\}. Þá er
Sýnidæmi
Skoðum fall f(x)=1/(1+x^2), x\in {{\mathbb R}}. Athugum að fallið f er jafnstætt, svo samkvæmt reglu 6 er Fourier-mynd þess jafnstæð. Þá getum við reiknað Fourier-mynd fyrir \xi<0, og eftir það framlengjt hana samkvæmt því. Fallið f hefur eitt skaut í x=i á H_+ og \max_{|z|=r}|f(z)| \le {1\over r^2-1} sem stefnir á 0 þegar r stefnir á óendanlegt. Þá beitum við setningunni að ofan og fáum
Að lokum fæst
4.4.2. Andhverfar Fourier-myndir reiknaðar með leifareikningi¶
Á svipaðan hátt höfum við niðurstöðu fyrir andhverfar Fourier-myndir.
Setning
Gerum ráð fyrir því að f\in L^1({{\mathbb R}})\cap PC^1({{\mathbb R}}), að það sé hægt að framlengja skilgreiningarsvæði Fourier–myndarinnar \widehat f, þannig að \widehat f\in {{\cal O}}({{\mathbb C}}\setminus A), þar sem mengið A er endanlegt og \lim\limits_{r\to +\infty}\max_{|\zeta|=r}|\widehat f(\zeta)|=0. Þá er
Athugum að ef fallið f er samfellt þá er \tfrac 12 (f(x+)+f(x-))= f(x).
Sýnidæmi
Lítum á \widehat f(\xi)=\xi/(\xi^2+4\xi+5). Fallið \widehat f hefur tvö skaut í zeta_1 = -2+i\in H_+ og \zeta_2 = -2-i\in H_-. Ennfremur er það hvorki jafnstætt né oddstætt, svo við þurfum að reikna báðar leifar:
Að lokum fáum við samkvæmt setningunni að ofan
sem við getum umskrifað líka sem f(x)=-(1-i{{\operatorname{sign}}}(x)/2)e^{-|x|-2ix}, fyrir öll x\in\mathbb{R}.
4.5. Laplace-ummyndun og leifareikningur¶
Rifjum upp að
- Ef fall f á \mathbb{R_+} er af veldisvísisgerð, þá eru til fastar M>0 og c>0 þ.a.
- Skilgreining á Laplace-mynd er
þar sem f er skilgreint á \mathbb{R_+} með gildi í \mathbb C, og er heildanlegt á sérhverju lokuðu og takmörkuðu bili á \mathbb{R_+}.
4.5.1. Andhverfar Laplace-myndir¶
Setning: Andhverfuformúla Fourier-Mellin
Gerum ráð fyrir að fall f:{{\mathbb R}}_+\to {{\mathbb C}} sé í PC^1 (\mathbb R) og sé af veldisvísisgerð (1). Þá gildir um sérhvert \xi> c og sérhvert t> 0 að
Ef \mathcal{L} f(\xi+i \eta)\in L^1(\mathbb R) sem fall af \eta, þá er f samfellt í t og
Athugum að \int_{\xi-i\infty}^{\xi+i\infty} og \int_{\xi-iR}^{\xi+iR} tákna heildi eftir línunni \{\xi+i \eta; \eta \in \mathbb{R}\}.
Setning
Látum f og g vera tvö samfelld föll af veldisvísisgerð á \mathbb{R_+}, og gerum ráð fyrir að \mathcal{L}f(\alpha_j)=\mathcal{L}g(\alpha_j), þar sem \{\alpha_j\} er runa af ólíkum punktum, \alpha_j\to\alpha, \operatorname{Re}\alpha_j>c, \operatorname{Re}\alpha>c. Þá er f(t)=g(t).
4.5.2. Andhverfar Laplace-myndir reiknaðar með leifareikningi¶
Hér viljum við hafa praktiskar aðferðir til þess að reikna heildi í setningunni. Við getum notað leifareikning og við byrjum á að skoða niðurstöðuna fyrst.
M_r táknar hálfhringinn sem stikaður er með \gamma_r(\theta)=\xi+i r e^{i\theta}, \theta\in [0, \pi].
Setning
Gerum ráð fyrir að fall f:{{\mathbb R}}_+\to {{\mathbb C}} sé í PC^1 (\mathbb R) og sé af veldisvísisgerð (1). Gerum ráð fyrir að hægt sé að framlengja \mathcal{L}f yfir í fágað fall á \mathbb C\setminus A, þar sem A er endanlegt mengi. Ef \xi>c og \lim\limits_{r\to +\infty}\max_{\zeta\in M_r}|{{\cal L}}f(\zeta)|=0, þá er
Ef f er samfellt, þá er
4.5.3. Andhverfar Laplace-myndir og afleiðujöfnur¶
Við skoðum afleiðujöfnu með fastastuðla
Til þess að leysa jöfnuna getum við notað Green-fallið G(t,\tau)=g(t-\tau). Munið að Laplace-mynd fallsins g er gefin með
Nú samkvæmt setningunni, getum við reiknað út Green-fallið g með formúlunni (3). Þá er
4.5.4. Sýnidæmi¶
Lítum á afleiðujöfnu
með óhliðruðu upphafsskilyrðunum
Við reiknum út Green-fallið með því að nota Laplace-ummyndun og leifareikning. Samkvæmt formúlunni (4), þurfum við að reikna kennimargliðuna P(\zeta). Þá er
{1\over P(\zeta)} hefur skaut í 1, i, -i, og við fáum
Að lokum er lausnin gefin með