8. Veldaraðalausnir á afleiðujöfnum¶
Rose: If you are an alien, how come you sound like you’re from the north?
Doctor: Lots of planets have a north!
- Doctor Who
8.1. Veldaraðalausnir¶
8.1.1. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.1.1)¶
Fall \(f:X\to {\mathbb{C}}\) skilgreint á opnu mengi \(X\) á raunásnum, er sagt vera raunfágað á \(X\) ef fyrir sérhvern punkt \(a\in X\) er til tala \(\rho>0\) þannig að bilið \(]a-\rho, a+\rho[\subseteq X\) og til er veldaröð \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) þannig að fyrir öll \(x\in ]a-\rho, a+\rho[\) er \(f(x)=\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\).
8.1.2. Umræða (Sjá §8.1)¶
Mörg hugtök og skilgreiningar fyrir raunfáguð föll eru eins og fyrir fáguð föll af tvinntölubreytu. Látum nú \(f(x)\) vera raunfágað fall skilgreint á opnu mengi \(X\) í \(\mathbb{R}\).
Gerum ráð fyrir að \(f(a)=0\) og \(f(x)=\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\). Ef \(n\) er minnsta tala þannig að \(c_n\neq 0\) þá segjum við að \(f(x)\) hafi núllstöð af stigi \(n\) í \(a\).
Segjum að punktur \(a\) sé einangraður sérstöðupunktur ef til er tala \(\delta>0\) þannig að fallið \(f(x)\) er skilgreint á öllu bilinu \(]a-\delta, a+\delta[\) nema í punktinum \(a\).
Einangraður sérstöðupunktur \(a\) er sagður afmáanlegur ef hægt er að gefa \(f(a)\) gildi þannig að útvíkkaða fallið verði raunfágað á \(X\cup\{a\}\).
8.1.3. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.2.6)¶
Látum \(a_0(x), a_1(x), a_2(x)\) vera föll sem eru raunfáguð á bili \(I\). Segjum að punktur \(a\in I\) sé venjulegur punktur fyrir afleiðujöfnuna
ef \(a_2(a)\neq 0\) eða ef \(a_2(a)=0\) þá hafi föllin \(P(x)=a_1(x)/a_2(x)\) og \(Q(x)=a_0(x)/a_2(x)\) afmáanlegan sérstöðupunkt í \(a\).
8.1.4. Setning (Samanber Setning 8.2.8)¶
Gerum ráð fyrir að \(a\) sé venjulegur punktur afleiðujöfnunnar
Þá er sérhver lausn \(u\) á afleiðujöfnunni raunfáguð á bili umhverfis \(a\).
8.1.5. Reikniaðferð (Sjá §8.2)¶
Gerum ráð fyrir að \(a\) sé venjulegur punktur afleiðujöfnunnar
Skref 0: Setjum \(P(x)=a_1(x)/a_2(x)\) og \(Q(x)=a_0(x)/a_2(x)\) og ritum afleiðujöfnuna sem
Skref 1: Finnum veldaraðir með miðju í \(a\) fyrir föllin \(P(x)\) og \(Q(x)\):
Skref 2: Setjum inn í afleiðujöfnuna
Skref 3: Tökum saman í eina veldaröð og fáum að
Skref 4: Allir stuðlar í þessari síðustu veldaröð eru 0. Stuðlana \(c_0\) og \(c_1\) má velja frjálst og svo fæst rakningarformúla fyrir \(c_n\) þannig að
Skref 5: Þegar rakningarformúlan er fengin þá er oft hægt að átta sig á hvaða fall er lausn eða reikna má fyrstu stuðlana í veldaröðinni og fá þannig Taylor-margliðu fallsins \(u\) sem má nota til að reikna nálgunargildi. Athugið einnig að \(c_0=u(a)\) og \(c_1=u'(a)\) þannig að oft ákvarðast því \(c_0\) og \(c_1\) af upphafsgildum.
8.1.6. Skilgreining (Sjá §8.3)¶
\(\Gamma\)-fallið er skilgreint með formúlunni
8.1.7. Nokkrar formúlur (Sjá §8.3)¶
8.2. Aðferð Frobeniusar¶
8.2.1. Umræða¶
Afleiðujafnan
kallast jafna Bessel. Besseljafnan og lausnir hennar, sem kallaðar eru Bessel-föll, koma upp í rafsegulfræði, varmafræði, skammtafræði, …
Punkturinn \(a=0\) er ekki venjulegur punktur. Aðeins í undantekningartilfellum fæst lausn með aðferðinni úr síðasta fyrirlestri við að prófa veldaraðarlausn með miðju í \(a=0\) og í engu tilfelli fæst grunnur fyrir lausnarúmið. Samt er hægt að nota aðferð sem er áþekk því sem lýst var í síðasta fyrirlestri.
8.2.2. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.4.1)¶
Látum \(f\) vera raunfágað fall á opnu mengi \(X\) í \(\mathbb{R}\). Við segjum að einangraður sérstöðupunktur \(a\) raunfágaða fallsins \(f\) sé skaut af stigi \(m>0\), ef til er tala \(\varrho>0\) og raunfágað fall \(g\) skilgreint á bilinu \(\{x\mid |x-a|<\varrho\}\), þannig að \(\{x\mid 0<|x-a|<{\varrho}\}\subseteq X\), \(g(a)\neq 0\) og
8.2.3. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.4.2)¶
Við segjum að \(a\) sé reglulegur sérstöðupunktur afleiðujöfnunnar
ef \(a\) er sérstöðupunktur jöfnunnar, fallið \(P=a_1(x)/a_2(x)\) hefur annað hvort afmáanlegan sérstöðupunkt í \(a\) eða skaut af stigi \(\leq 1\) og \(Q=a_0(x)/a_2(x)\) hefur annað hvort afmáanlegan sérstöðupunkt í \(a\) eða skaut af stigi \(\leq 2\).
8.2.4. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.4.4)¶
Gerum ráð fyrir að \(a\) sé reglulegur sérstöðupunktur afleiðujöfnu sem rituð er á forminu
Þá kallast margliðan
vísamargliða afleiðujöfnunnar í punktinum \(a\), og jafnan \(\varphi(\lambda)=0\) kallast vísajafna afleiðujöfnunnar í punktinum \(a\). Núllstöðvarnar kallast vísar jöfnunnar í punkti \(a\).
8.2.5. Setning Frobeniusar (Sjá Setningu 8.4.5)¶
Gerum ráð fyrir því að \(a\) sé reglulegur sérstöðupunktur afleiðujöfnunnar
og gerum ráð fyrir að föllin \(p\) og \(q\) séu sett fram með veldaröðunum
og að þær séu samleitnar ef \(|x-a|<\varrho\). Látum \(r_1\) og \(r_2\) vera núllstöðvar vísajöfnunnar
og gerum ráð fyrir að \(\operatorname{Re\, } r_1\geq \operatorname{Re\, } r_2\). Þá gildir:
Til er lausn \(u_1\) á jöfnunni sem gefin er með
Röðin er samleitin fyrir öll \(x\) sem uppfylla \(0<|x-a|<\varrho\). Valið á \(a_0\) er frjálst, en hinir stuðlar raðarinnar fást með rakningarformúlunni
Ef \(r_1-r_2\neq 0,1,2,\dots\), þá er til önnur línulega óháð lausn \(u_2\) á jöfnunni sem gefin er með
Röðin er samleitin fyrir öll \(x\) sem uppfylla \(0<|x-a|<\varrho\). Valið á \(b_0\) er frjálst, en hinir stuðlar raðarinnar fást með rakningarformúlunni
Ef \(r_1-r_2=0\), þá er til önnur línulega óháð lausn \(u_2\) á jöfnunni sem gefin er með
Röðin er samleitin fyrir öll \(x\) sem uppfylla \(0<|x-a|<\varrho\) og stuðlar raðarinnar fást með innsetningu í jöfnuna.
Ef \(r_1-r_2=N\), þar sem \(N\) er jákvæð heiltala, þá er til önnur línulega óháð lausn \(u_2\) á upphaflegu jöfnunni sem gefin er með
Röðin er samleitin fyrir öll \(x\) sem uppfylla \(0<|x-a|<\varrho\). Stuðlar raðarinnar og \(\gamma\) fást með innsetningu í jöfnuna.
8.2.6. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.5.1)¶
Lausn á Bessel-jöfnunni \(x^2u''+xu'+(x^2-\alpha^2)u=0\), sem gefin er með formúlunni
er kölluð Bessel-fall af fyrstu gerð með vísi \(\alpha\).
8.2.7. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 8.5.2)¶
Fallið \(Y_{\alpha}\), \({\alpha}=1,2,3,\dots\) sem skilgreint er með
þar sem \(h_k=1+1/2+1/3+\cdots+1/k\) og \({\gamma}\) táknar fasta Eulers, nefnist Bessel-fall af annarri gerð með vísi \({\alpha}\).