Þýð föll og fágaðar varpanir ============================ *Bow ties are cool!* \- The Doctor, Doctor Who Þýð föll -------- Skilgreining (Sjá §5.1) Nabla-virkinn í tveimur víddum er diffurvirki sem er skilgreindur sem vigur .. math:: \nabla=\Big(\frac{\partial}{\partial x}, \frac{\partial}{\partial y}\Big). Ef :math:`\varphi(x,y)` er diffranlegt fall þá er stigull :math:`f` skilgreindur sem .. math:: \nabla f=\Big(\frac{\partial \varphi}{\partial x}, \frac{\partial \varphi}{\partial y}\Big), og ef :math:`{\mathbf F}=(F_1, F_2)` er vigursvið þá er sundurleitni :math:`{\mathbf F}` skilgreind sem .. math:: \nabla\cdot{\mathbf F}=\frac{\partial F_1}{\partial x}+ \frac{\partial F_2}{\partial y}. Skilgreining (Sjá §5.1) ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Laplace-virkinn í tveimur víddum er diffurvirki sem er skilgreindur með formúlunni .. math:: \Delta=\nabla^2 = \frac{\partial^2 }{\partial x^2}+\frac{\partial^2}{\partial y^2} þannig að ef :math:`\varphi(x,y)` er diffranlegt fall þá er .. math:: \Delta\varphi=\frac{\partial^2 \varphi}{\partial x^2} +\frac{\partial^2\varphi}{\partial y^2}. Laplace-jafnan er hlutafleiðujafnan :math:`\Delta\varphi=0` eða .. math:: \frac{\partial^2 \varphi}{\partial x^2} +\frac{\partial^2\varphi}{\partial y^2}=0. Skilgreining ~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`X` vera opið hlutmengi í :math:`{\mathbb{C}}`. Ritum :math:`z=x+iy`. Fall :math:`u:X\to {\mathbb{R}}` sem er þannig að allar 2. stigs hlutafleiður eru skilgreindar og samfelldar á öllu :math:`X` er sagt vera þýtt ef í öllum punktum :math:`z\in X` er .. math:: \frac{\partial^2 u}{\partial x^2}(z) +\frac{\partial^2 u}{\partial y^2}(z)=0. (Oft er hentugt að samsama :math:`{\mathbb{C}}` og :math:`{\mathbb{R}}^2` og hugsa um :math:`u` sem fall af tveimur raunbreytum.) Setning (Sjá Setning 5.1.2) ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Ef :math:`f` er fágað fall á opnu mengi :math:`X` í :math:`{\mathbb{C}}`, þá eru :math:`u=\operatorname{Re\, } f` og :math:`v=\operatorname{Im\, } f` þýð föll og stiglar þeirra eru hornréttir í sérhverjum punkti í :math:`X`. Ef :math:`X` er svæði og annað hvort :math:`u` eða :math:`v` er fastafall, þá er hitt fallið það líka. Skilgreining ~~~~~~~~~~~ Svæði :math:`X` í :math:`{\mathbb{C}}` er sagt vera einfaldlega samanhangandi ef ekki er til einfaldur lokaður vegur í :math:`X` þannig að punktur úr :math:`{\mathbb{C}}\setminus X` er innan ferilsins. (Á mannamáli þá er mengi einfaldlega samanhangandi ef það hefur engin ,,göt‘‘.) Setning (Sjá Setning 5.1.5) ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`X` vera einfaldlega samanhangandi svæði í :math:`{\mathbb{C}}` og :math:`u:{\mathbb{C}}\to {\mathbb{R}}` þýtt fall á :math:`X`. Þá er til fágað fall :math:`f` skilgreint á :math:`X` þannig að :math:`u=\operatorname{Re\, } f`. Fallið :math:`f` hefur formúlu .. math:: f(z)=u(a)+ic+2\int_{\gamma_z}\frac{\partial u}{\partial \zeta}(\zeta)\,d\zeta, þar sem :math:`a\in X` er einhver fastur punktur, :math:`c` er rauntölufasti og :math:`\gamma_z` er einhver vegur í :math:`X` með upphafspunkt :math:`a` og lokapunkt :math:`\zeta`. Ef :math:`X` er svæði í :math:`{\mathbb{C}}` sem er ekki einfaldlega samanhangandi þá er alltaf til þýtt fall :math:`u` skilgreint á :math:`X` þannig að ekki er til neitt fágað fall :math:`f` á :math:`X` með :math:`u=\operatorname{Re\, } f`. Fylgisetning ~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`x` vera opið mengi og :math:`u` þýtt fall á :math:`x`. Látum :math:`\alpha\in X`. Ef :math:`r>0` er tala þannig að :math:`S(\alpha, r)\subseteq X` þá er til fágað fall :math:`f`, skilgreint á :math:`S(\alpha, r)` þannig að fyrir öll :math:`z\in S(\alpha,r)` er :math:`u(z)=\operatorname{Re\, } f(z)`. Meðalgildissetningin fyrir þýð föll ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ Látum :math:`u` vera þýtt fall skilgreint á opnu mengi :math:`X` og :math:`\alpha= x_0+iy_0\in X`. Látum :math:`\varrho>0` vera tölu þannig að :math:`{S}(\alpha, \varrho)\subseteq X`. Fyrir :math:`0