Gagnlegar upplýsingar ===================== Námsefnið --------- Viðfangsefnið eru varpanir sem skilgreindar eru á hlutmengi í :math:`\mathbb{R}^n` og taka gildi í :math:`\mathbb{R}^m`. Sérstaklega munum við skoða varpanir :math:`\mathbf{r}:[a,b]\rightarrow \mathbb{R}^m` (stikaferla) og föll :math:`f:\mathbb{R}^n\rightarrow \mathbb{R}`. Námskeiðið skiptist í tvo svo til jafnstóra hluta þar sem í öðrum er diffrun í aðalhlutverki og í hinum heildun. Meginþema í námskeiðinu er beiting á aðferðum stærðfræðigreiningar á rúmfræðileg verkefni. Þegar þið þurfið virkilega að reikna, hvort sem það er í námi eða starfi, er líklegt að reyni á kunnáttu ykkar í efni þessa námskeiðs. Notuð er sama kennslubók og í Stærðfræðigreiningu I, 8. útgáfa af Calculus eftir Adams. Í námskeiðinu verður farið yfir mest allt efni kafla 8, 11, 12, 13, 14, 15 og 16 (sjá `áætlun um fyrirlestra `_). Nemendur í Stærðfræðigreiningu IIE sækja tíma 1-19 og tíma 28 að tíma 9 undanskildum. Fyrirlestrar ------------ Fyrirlestrar verða 8:20-9:50 á mánudögum og 10:00-11:30 á miðvikudögum. Í `fyrirlestraáætlun `_ og á dæmablöðunum er sagt nánar frá efni fyrirlestra hverrar viku og vísað á viðeigandi efnisgreinar í bók. Helstu atriði fyrirlestranna verða aðgengileg á vefnum en einnig má nálgast prentvæna útgáfu í `pdf-skjali `_. Að mestu verður fylgt þeirri efnisröð sem er í bók Adams. Dæmi og dæmatímar ----------------- Í tímunum 15:00-16:30 á mánudögum og 14:10-15:40 á þriðjudögum verða reiknuð dæmi. Þið getið valið í hvorn tímann þið mætið. Rætt verður um lausnir skiladæma í tímanum 11:40-12:20 á miðvikudögum. Því til viðbótar verða stoðtímar á miðvikudögum og fimmtudögum. Í þeim tímum gefst ykkur tækifæri á að fá aðstoð við skiladæmi og önnur dæmi sem þið eruð að glíma við og einnig að fá nánari útskýringar á atriðum úr fyrirlestrum og leystum dæmum. Þið getið valið í hvaða stoðtíma þið mætið en athugið að yfirleitt er mest álag í fimmtudagstímunum og því getur verið auðveldara að fá aðstoð fyrr í vikunni. Dæmablöð og lausnir skiladæma verða settar á skráasvæðið í UGLU. Í dæmatímum verður fyrst farið yfir dæmi með undirstrikuðum númerum. Skiladæmi og próftökuréttur --------------------------- Á misserinu verða 11 sinnum (IIE: 9 sinnum) lögð fyrir skiladæmi. Fyrstu skiladæmi verða föstudaginn 12. janúar. .. important:: Til að öðlast próftökurétt þarf að skila að minnsta kosti **7 af 11** (IIE: **5 af 9**) heimadæmum. Skil teljast ekki gild nema þið hafi náð 50% árangri í glímunni við dæmin. Þið berið sjálf ábyrgð á að fylgjast með að skil séu rétt skráð í Uglunni. Yfirfarin heimadæmi undirrituð af aðstoðarkennara gilda sem kvittun fyrir skilum. Haldið þeim því til haga! Dæmum á að skila fyrir 13:00 á föstudögum í **hólf merkt Sigurður Örn Stefánsson** í anddyri VRII. Vinsamlegast merkið lausnir ykkar með **fullu nafni** ykkar og hvaða grein þið eruð í (t.d. rafmagnsverkfræði, efnafræði...) **efst á fremstu síðunni**. Ef lausnir ykkar eru á tveimur eða fleiri blöðum þá þurfið þið að hefta þau saman. Yfirfarnar úrlausnir má nálgast í rekkunum við stigann á jarðhæð í VRII á miðvikudagsmorgni vikuna eftir skil. Próf ---- Á misserinu verða tvö stutt próf sem hvort um sig gildir 15% til lokaeinkunnar en þó eingöngu til hækkunar. Ég stefni að því að hafa fyrra prófið í tíma 21. febrúar. Þá verður prófað úr lesnu efni, skilgreiningum og setningum. Seinna prófið verður væntanlega í tíma 21. mars. Á því prófi verða dæmi og atriði sem hafa komið fyrir í skiladæmum. Engin skiladæmi eru lögð fyrir þær vikur sem prófin eru haldin. Í lok námskeiðsins er þriggja tíma skriflegt próf sem gildir 70%. Nauðsynlegt og nægjanlegt er að fá a.m.k. 5 í lokaprófinu til að standast námskeiðið. Engin hjálpargögn eru heimil í prófinu, nema formúlublöð sem fylgja prófverkefni. Vasareiknar eru ekki leyfðir í prófinu. Á prófinu verða dæmi úr öllum hlutum námsefnisins. Dæmin munu bæði reyna á reiknifærni og grundvallarskilning á hugtökum. Að taka námskeiðið í annað sinn ------------------------------- Þau ykkar sem sátuð námskeiðið í fyrra og unnuð ykkur inn próftökurétt haldið próftökuréttinum en eldri próftökuréttur gildir ekki. Einkunnir úr misserisprófum frá í fyrra gilda ekki. Þið eruð hvött til að taka fullan þátt í námskeiðinu með dæmaskilum og þátttöku í misserisprófum. Viðtalstímar kennara -------------------- Kennari námskeiðsins er Sigurður Örn Stefánsson, og hefur skrifstofu á þriðju hæð í Tæknigarði. Tímarnir frá 11:40 - 12:20 á miðvikudögum verða nýttir til að fara yfir lausnir skiladæma og í fyrirspurnir og aðrar umræður. Aðrir viðtalstímar eru eftir samkomulagi. Síminn minn er 525 5481 og tölvupóstfangið er sigurdur@hi.is. .. important:: Þar sem mjög margir nemendur eru í námskeiðinu bið ég ykkur um að íhuga áður en þið sendið tölvupóst hvort svarið við spurningunni sé að finna í þessu skjali eða hvort þið gætuð borið spurninguna fram í fyrirlestri, dæmatíma, stoðtíma eða viðtalstíma. Hugbúnaður ---------- Við munum nota forritið Matlab í námskeiðinu, aðallega til að framkalla teikningar. Á `heimasíðu Kristjáns Jónassonar `_ getið þið nálgast útgáfu af Matlab fyrir nemendur háskólans. Fyrir þá sem kjósa frjálsan hugbúnað þá má benda á að forritið `Octave `_, er að mestu leyti sambærilegt við Matlab. Þá er einnig möguleiki að keyra `Octave gegnum vafra `_.