Formáli ======= Þetta kennsluefni er ætlað til að styðja við kennslu í áfanganum Stærðfræðigreining II við Háskóla Íslands. Það er bæði aðgengilegt sem vefsíða, http://notendur.hi.is/sigurdur/stae205, og sem `pdf-skjal `_ sem hentar til útprentunar. Efnið byggir upprunalega á glærupakka sem `Rögnvaldur Möller `_ útbjó fyrir sambærilegan áfanga. Efnið er skrifað í Markup-tungumáli í kerfinu Sphinx sem upphaflega var hannað fyrir hjálpina í forritunarmálinu Python. `Benedikt Steinar Magnússon `_ aðlagaði kerfið þannig að það hentar til að útbúa kennsluefni og naut við það aðstoðar Sólrúnar Höllu Einarsdóttur. Kerfið er opið og allar viðbætur við það eru aðgengilegar á http://github.com/edbook. Arnbjörg Soffía Árnadóttir og Þorsteinn Hjörtur Jónsson sáu um uppsetningu á efninu í Stærðfræðigreiningu II og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. **Janúar 2016, Sigurður Örn Stefánsson** Sumarið 2016 var þýðingu lykilorða bætt við kerfið. Símon Böðvarsson sá um forritunarvinnuna. Þýðingar eru sóttar úr `Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins `_. Þegar músabendill svífur yfir lykilorði birtist fyrsta þýðing þess samkvæmt orðaskránni. Í sumum tilfellum eru margar mögulegar þýðingar sem eiga misvel við en þá er hægt að smella á orðið til að sjá alla möguleika. **Janúar 2017, Sigurður Örn Stefánsson**